Indónesíuferð 7: Bali

Nú styttist heldur betur í lok þessarar ferðar. Við erum komin aftur til Bali eftir ævintýrin okkar á Borneo og á morgun er okkar síðasti dagur hér. Rétt eftir hádegi eigum við flug frá Bali til Jakarta, svo frá Jakarta til Bangkok á Taílandi og svo frá Taílandi aftur heim til Stokkhólms.

Sólahrings-seinkun var greinilega ekki nóg fyrir Riau flugfélagið til að koma málunum í lag í Borneó þannig að við þurftum að bíða aukalega á flugvellinum í Pankalang Bun í um klukkutíma. En við komumst á endanum til Jakarta. Þar þurftum við að taka leigubíl yfir á annað terminal, þar sem að Air Asia skrifstofa var. Þegar ég ætlaði að fara að kaupa miðana fattaði ég hins vegar að ég hafði skilið eftir ferðaveskið mitt, sem innihélt meðal annars vegabréfið mitt, í leigubílnum.

Ég fékk um það bil taugaáfall.

Continue reading Indónesíuferð 7: Bali