Aperture vs Light Room – á ég að skipta?

Ég er að rembast við að klára að merkja og laga myndirnar mínar úr Indónesíuferðinni og uppúr því fór ég að spá í hvaða forrit ég ætti að nota við þetta verk. Ég nota Aperture og hef gert síðasta árið, en það forrit er farið að fara verulega í taugarnar á mér. Sérstaklega finnst mér leiðinlegt viðmótið þegar að ég er að skýra og tag-a mikið af myndum. Þegar ég skýri myndirnar þá reynir Aperture alltaf að giska á hvað ég ætla að skýra hana, sem er ÓÞOLANDI og svo eru aðrir litlir böggar farnir að fara í taugarnar á mér.

Nú spyr ég – er einhver þarna úti sem hefur prófað bæði forrit og getur gert upp á milli þeirra? Nú er slatti af Makka-Nördum sem að notar Light Room (Gruber hjá Daring Fireball t.d.), sem hlýtur að vera hrós þar sem Apple framleiðir Aperture. Ég er að spá í að skipta, en það er eflaust slatta mál og ekki er forritið ókeypis, þannig að ég vil ekki skipta nema að ég sjái kostina. Þegar ég reyni að google-a eitthvað um samanburð á forritunum, þá finn ég fátt nema einhvern eldgamlan samanburð.