Ég hata íþróttir

Okei, látum okkur sjá:

  • Chicago Bears, uppáhaldsliðið mitt í amerískum fótbolta eru núna búnir að vinna 5 leiki og tapa 8 á þessu tímabili. Þeir eru í næst-neðsta sæti í sínum riðli og munu ekki komast í úrslitakeppnina.
  • Chicago Bulls, uppáhalds-körfuboltaliðið mitt er einfaldlega hörmulegt þessa dagana. Þjálfarinn er slæmur brandari og hann verður sennilega rekinn á næstu dögum. Liðið hefur unnið 8 leiki og tapað 14. Þeir eru í neðsta sæti síns riðils. Í síðustu viku töpuðu þeir fyrir lélegasta liði deildarinnar.
  • Chicago Cubs, uppáhalds hafnaboltaliðið mitt komst ekki í úrslitakeppnina í sumar.
  • Liverpool, uppáhaldsfótboltaliðið mitt, er dottið úr Meistaradeildinni fyrir Fiorentina og Lyon. Þeir eru núna í sjöunda sæti í ensku deildinni með jafnmörg stig og Birmingham og einu stigi meira en Fulham. Þeir eru færri stigum frá botnsætinu en toppsætinu. Þeir hafa tapað fleiri leikjum en þeir hafa unnið á þessu tímabili í öllum keppnum. Þeir eru einnig dottnir útúr deildarbikarnum. Í gær sá ég þá labba yfir Arsenal og ég fór á jólahlaðborð vitandi það að þetta yrði auðveldur 3-0 sigur. Þvílíkir voru yfirburðirnir. En þeim tókst samt einhvern veginn að tapa 1-2. Þeir finna nýjar leiðir í hverri viku til að gera mig pirraðan.

Á svona dögum spyr maður sig af hverju í andskotanum maður fylgist með íþróttum.