Undirskrift "mín" hjá InDefence

Í kjölfar kommenta við þessa færslu á Silfri Egils þá athugaði ég hvort að einhver útí bæ hefði skráð mig í þessa undirskriftasöfnun hjá InDefence.

Og viti menn, ég sló upp kennitölunni minni á InDefence síðunni og þar var hún.

indefence

Ég hef semsagt ALDREI skráð mig hjá InDefence. Einhver aðili útí bæ hefur tekið mína kennitölu og skráð mig. Ég get ekki séð að ég hafi neinn möguleika á að taka mig útaf þessum lista.