Ok Computer og In Rainbows saman

Ok Computer með Radiohead er á topp 5 yfir uppáhaldsplöturnar mínar. Ég gjörsamlega dýrka þá plötu. Via Kottke þá rakst ég á þessa pælingu, það er að mixa saman lögunum á Ok Computer og In Rainbows. Taka lag 1 á Ok Computer, svo 1 á In Rainbows, svo 2 á Ok Computer og svo framvegis.

Þetta virkar ótrúlega vel. Í raun hljómar þetta einsog ein heilstæð plata. Gott ef að ég fílaði ekki In Rainbows lögin enn betur þegar þau komu svona strax á eftir Ok Computer.