WWDC eftir hálftíma

Keynote hjá Steve Jobs byrjar eftir hálftíma.  Raunhæfi óskalistinn minn lítur svona út:

  • Númer 1,2,3,4,5:  Flögg / Stjörnur í tölvupóstinum: Ég er að flippa yfir því að geta ekki flaggað skilaboð í póstinum á símanum mínum.  Ekkert fer meira í taugarnar á mér við símann minn.
  • Númer 6 Sameiginlegt svæði fyrir skjöl á milli iPhone iPad og Makka.  Ég vinn á tveimur Apple tölvum, iPhone og iPad.  Ég vildi að ég þyrfti ekki að hugsa hvar skrárnar mínur eru.
  • Númer 7: Að tilkynningar séu ekki svona viðbjóðslega pirrandi – hvort sem um er að ræða nýtt sms, nýja wi-fi stöð og svo framvegis.

Ég er vongóður um að allt þetta verði í iOS 5.