Fyrirtækjaskattar og nýsköpun

Það hafa ansi margir bent á grein eftir Warren Buffett, þar sem hann hvetur til þess að skattar á milljónamæringa í Bandaríkjunum verði hækkaðir. Margt í efni þessarar greinar á svo sem ekki við á Íslandi, þar sem að tekjuskipting er mun jafnari á Íslandi en í Bandaríkjunum.

Hins vegar fannst mér einn punktur í grein Buffets góður og hann á við um margt:

Back in the 1980s and 1990s, tax rates for the rich were far higher, and my percentage rate was in the middle of the pack. According to a theory I sometimes hear, I should have thrown a fit and refused to invest because of the elevated tax rates on capital gains and dividends.

I didn’t refuse, nor did others. I have worked with investors for 60 years and I have yet to see anyone — not even when capital gains rates were 39.9 percent in 1976-77 — shy away from a sensible investment because of the tax rate on the potential gain. People invest to make money, and potential taxes have never scared them off. And to those who argue that higher rates hurt job creation, I would note that a net of nearly 40 million jobs were added between 1980 and 2000. You know what’s happened since then: lower tax rates and far lower job creation.

Buffet er að tala um fjármagnsstekjuskatt, en þetta á ekki síður við um fyrirtækjaskatta.

Ég hef oft bent á þetta þegar að menn tala um fyrirtækjaskatta á Íslandi og hvernig þurfi að lækka þá til að efla nýsköpun. Ég veit ekki um einn einasta mann, sem hefur hætt við að stofna fyrirtæki eða koma hugmynd sinni á framfæri vegna þess að skattur á hugsanlegan framtíðarhagnað sé of hár. Þegar ég stofnaði mitt fyrirtæki með mínum vini þá vissi ég ekki einu sinni hve hár fyrirtækjaskatturinn á Íslandi var. Ég hugsaði það alltaf þannig að ef að eftir einhver ár fyrirtækið yrði nógu stórt og farsælt til að skila alvöru hagnaði þá myndi það ekki skipta öllu máli hvort að skatturinn yrði 15% eða 25% af þeim hagnaði.

Ég held að flestir sem hafa áhuga á að stofna fyrirtæki hugsi mest um það hvernig er hægt að koma þeim af stað, en ekki hvernig hagnaðinum verði skipt þegar að því kemur. Þess vegna er mun mikilvægara að hafa stöðugan gjaldmiðil, góðan aðgang að erlendum mörkuðum og að hæfu vinnuafli. Þannig skipti hlutir einsog ESB aðild og menntun miklu meira máli fyrir nýsköpun heldur en skattar.


Hérna er einnig góð grein eftir Sam Harris um svipað mál: How Rich is Too Rich? Þar beinir Harris orðum sínum til þeirra, sem vilja ekki jafna tekjur, hversu mikil tekjusmisskipting sé ásættanleg? Hversu mikinn hluta af verðmætum heimsins er eðlilegt eða réttlátt að ríkasta fólk heims eigi?

And there is no reason to think that we have reached the upper bound of wealth inequality, as not every breakthrough in technology creates new jobs. The ultimate labor saving device might be just that—the ultimate labor saving device. Imagine the future Google of robotics or nanotechnology: Its CEO could make Steve Jobs look like a sharecropper, and its products could put tens of millions of people out of work. What would it mean for one person to hold the most valuable patents compatible with the laws of physics and to amass more wealth than everyone else on the Forbes 400 list combined?

How many Republicans who have vowed not to raise taxes on billionaires would want to live in a country with a trillionaire and 30 percent unemployment? If the answer is “none”—and it really must be—then everyone is in favor of “wealth redistribution.” They just haven’t been forced to admit it.

Ég mæli með þessari grein.