RÚV.is = Fail

Fyrir ári skrifaði ég um það hversu hræðilega erfitt það er fyrir Mac notendur að horfa á sendingar RÚV og lagði til að þeir settu hreinlega allt á Youtube. Það væri ókeypis lausn, sem myndi gera öllum kleift að horfa á þætti af stöðinni.

Í kvöld ætlaði ég í fyrsta skipti í nokkra mánuði að horfa á upptöku á RÚV.is í Chrome á Makkanum mínum og þetta var niðurstaðan.

Ég er nú sæmilega víðförull á alnetinu, en ég lendi ALDREI í svona vandamálum fyrir utan RÚV.is. Þessi síða þarf að átta sig á því að það er ekki lengur árið 1995.