Þetta [yfirlit](http://www.nationmaster.com/graph/cri_rap_percap-crime-rapes-per-capita) er nokkuð magnað.  Sérstaklega þegar bornar eru saman þjóðirnar í sætum 10, 29 og 37.

11 thoughts on “…”

 1. Vitandi það að íslenskir karlmenn eru upp til hópa allt annað en ofbeldishneigðir, þá er það fyrsta sem mér dettur í hug að þessi tölfræði sýni að íslenskar konur hafi töluverða trú á því að á þær sé hlustað ef á þeim er brotið.

 2. Það hlýtur bara að vera Kristín! Íslenskar konur hljóta bara að vera einstakar í heiminum, það er það eina sem getur skýrt þessa töflu!

  Annars vil ég vera látinn vita þegar Arnþrúður er búinn að reka þennan útlendinga lýð úr landi, þennan lýð sem býr í gámum upp við Rauðavatn, þennan lýð sem gengur um stræti nauðgandi íslenskum konum! Já -svo ég tali ekki um feministana! Þá fyrst þori ég út fyrir húsins dyr.

 3. Það mætti sömuleiðis ætla að norskar, danskar og sænskar konur hefðu svipaða trú á því að á þær væri hlustað. Samt sem áður eru nær tvöfalt fleiri nauðganir kærðar per íbúa á Íslandi en í næsthæsta norðurlandinu, sem er Noregur.

  Af umræðunni á sumum stöðum mætti ætla að íslenskir karlmenn væru englar, en útlendingar hinir mestu óþverrar. Það er ekki alveg rétt.

 4. Iss – ég er viss um að Útvarp Saga verður ekki lengi að leggja saman tvo og tvo. Hvers vegna eru svona fáar nauðganir í Póllandi og Litháen? Jú, dónakarlarnir eru greinilega allir fluttir til Íslands…

 5. Ég verð að taka undir með Kristínu hérna. Án þess að ég vilji gera lítið úr nauðgunartíðni hér (0 væri ásættanleg tala) þá er þetta ekki trúlegt sem raunveruleg mynd af ástandinu í heiminum. Sértaklega ef við berum þetta saman við önnur rit á sömu síðu af glæpum per-capita. Þá sést (fljótt á litið) að ekki er allt sem sýnist.

  Nágrannar okkar þarna, Canada og Ástralía, halda td. áfram að vera nágrannar okkar mun neðar á þessum lista. Þarna eru því mjög sennilega að blandast saman efst á lista lönd með óeðlilega háa nauðgunartíðni og löng með “óeðlilega” háa nauðgunarkærutíðni (eðli glæpsins og allt það).

  Mér þætti mjög forvitnilegt að sjá svona per-capita tölur keyrðar saman við eitthvað annað per-capita. Td. fjölda íbúa í dreifbýli (skiptir staðsetning máli?), fjölda nýrra innflytjenda (er kerfið hindrun fyrir hópa fórnarlamba?). En það er verkefni fyrir einhvern hagfræðinginn. 🙂

 6. “Það mætti sömuleiðis ætla að norskar, danskar og sænskar konur hefðu svipaða trú á því að á þær væri hlustað. ”

  Já, svei – Þú segir nokkuð. Það hefði ég líka haldið. Máske er einhver hvati hérna sem veldur fleiri kærum? Nú eða þá að við erum hreinlega með svona marga nauðgara meðal okkar – ég útiloka ekkert. :-/

 7. Máske er einhver hvati hérna sem veldur fleiri kærum?

  Ég held að það séu alveg örugglega þessir ótrúlega ströngu dómar fyrir kynferðisafbrot sem hafa tíðkast hér síðan land byggðist.

 8. Þetta virðist vera einstaklega heimskulegur listi og greinilegt að það er ekkert hægt að lesa úr honum um fjölda kynferðisafbrota milli landa.

  Skv. listanum eru Sádar með hlutfallslega fæst afbrot. Besta leiðin til þess að stemma stigu við kynferðisafbrotum er semsagt að húðstrýkja þau fórnarlömb sem eru svo óforskömmuð að vekja athygli á brotinu með því að leggja fram kæru.

  Það er augljóst að umræddur listi gefur okkur aðeins vísbendingar um raunverulega stöðu fórnarlamba kynferðisofbeldis og hvernig tekið er á þeim málum í hverju landi fyrir sig

 9. Þetta virðist vera einstaklega heimskulegur listi og greinilegt að það er ekkert hægt að lesa úr honum um fjölda kynferðisafbrota milli landa.

  Ég sagði aldrei að þetta væri stóri sannleikur. En þetta gerir hins vegar ansi lítið úr þeirri umræðu sem maður hefur heyrt að undanförnu að allt slæmt á Íslandi sé útlendingum að kenna.

  Ég er auðvitað ekki á því að íslenskir karlmenn séu 10. verstu nauðgarar í heimi, en samanburður við til dæmis Norðurlönd hlýtur að vera marktækur og satt best að segja komum við hræðilega útúr þeim samanburði.

  semsagt að húðstrýkja þau fórnarlömb sem eru svo óforskömmuð að vekja athygli á brotinu með því að leggja fram kæru.

  Ekki að það afsaki neitt, en konan var ekki húðstrýkt fyrir að kæra nauðgun, heldur fyrir það að hún var í bíl með ókunnugum manni nokkru áður en nauðgunin fór fram. Bara svo það sé á hreinu.

 10. Það sem er áhugavert við þennan lista, og ekki tli að draga úr því að við erum í 10 sæti heldur meira að benda til austurs, er munurinn á löndum í Sunnanverðri Afríku.

  Suður Afríka sem er með réttarkerfi sem hefur hvatt í áraraðir til að nauðganir séru kærðar og hefur Zero-Tolerance stefnu á þeim málum en lönd í kring eins og Namibía, Botswana og Zambía þar sem mikill gangur er á milli eru mög neðarlega eða komast ekki inn á þennan lista þó þetta sé talið vera hrikalegt mein á þessum stöðum núna.

  Áhugaverður listi eftir sem áður. Væri ekki ennþá áhugaverðar að fá lista yfir hlutfall af íslendingum samanborið við útlendinga til að afsanna Arnþrúði endanlega?

 11. Æj, mér finnst þetta hálfkjánaleg framsetning á statístík. There are lies, lies and statistics.

  0,0246% líkur á Íslandi/ári -> 75 tilkynntar nauðganir á ári (m.v. 306000 íbúa). Meikar svosem alveg sens… gefum okkur 15 yfir Verslunarmannahelgi og þá er eftir 60; sirka ein um hverja helgi og þá eru eftir segjum 8-10 á fimmtudögum og öðrum dögum.
  Dreifni á þessu er mjög samþjöppuð yfir einstaka atburði, einstaka tímabil. Á virkum dögum er hún nánast 0.

  0,00508757% líkur í Litháen -> 2544 tilkynntar nauðganir á ári (m.v. 5 milj íbúa). Nú veit ég ekkert um dreifni þessara atburða í Litháen en væntanlega eru fleiri þegar fólk er ölvað og óábyrgt.

  Við þennan atburð: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1304524 sem er viðbjóðslegur, má segja að líkur á Íslandi hafi aukist í 0,0253% líkur á Íslandi, aukning um 2,6%. Segjum sem svo að samsvarandi atburður hefði ella átt sér stað í Litháen og að Ísland hafi hafi verið vettvangur þessa ógæfuglæps í stað Litháen. Við þetta minnka líkur í Litháen niður í 0,005084% eða nánast ekki neitt (0,08%).

  Hægt er að draga tvær ályktanir af þessu:
  Svona “per-capita” listar eru lítt lýsandi fyrir öryggi í tilteknu landi. Land með lága tölu þarf ekki að vera með hærra öryggi en annað land. Líklega ræður hegðun fólks meiru um það hvort það lendir í ógæfuverki en nokkuð annað.
  Líklega er það rétt, því miður, að ef gerð er krafa um hreint sakarvottorð erlendra starfsmanna, þá aukast þessar tölur minna en ella. Það breytir þó litlu um fyrra atriðið.

Comments are closed.