Hæ,

Ég hef afskaplega lítið að segja. Það eina sem ég hef skrifað undanfarið utan vinnu eru einhver skilaboð á Facebook til vina minna og svo nokkuð löng grein um vinstri menn og Ísrael, sem mun birtast í næsta eintaki af Herðubreið.

Hvað þetta blogg varðar, þá get ég lítið gert nema að biðjast velvirðingar á því hversu slappt það er þessa dagana. Einsog svo oft áður, þá verða gæði (og umfang) þessa bloggs þeim mun minni því betur sem mér líður.

Í dag er ég ótrúlega hamingjusamur. Ég hef mikið að gera, veðrið er æðislegt og lífið er skemmtilegt. Og því fækkar bloggfærslunum.

* * *

Um síðustu helgi átti ég enn eina frábæra sumar-helgi. Þessar helgar í júlí mánuði voru allar með tölu fáránlega skemmtilegar. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa upplifað skemmtilegri mánuð á Íslandi. Að minnsta kosti hefur það ekki gerst í mörg ár. Það er hreinlega fáránlegt að bera saman júlí mánuð í ár við júlí mánuð í fyrra og hitteðfyrra, sem voru báðir hálf ömurlegir.

Um næstu helgi er ég svo á leið á Þjóðhátíð með einstaklega skemmtilegu fólki og ég er orðinn verulega spenntur.

* * *

Allavegana, þessi færsla var aðallega til að losa mig við samviskubit yfir því hversu lélegur bloggari ég er þessa dagana. Njótið sumarsins á þessum fáu góðviðrisdögum á Íslandi – ég er farinn út að borða.

3 thoughts on “…”

  1. Það virðist vera óskrifuð regla, því hamingjusamara sem fólk er því minna virðist það blogga.

    Svo þetta hlýtur að vita á gott.

    Hver nennir annars að lesa endalausar bloggfærslur um hvað allt sé æðislegt?

  2. Hver nennir annars að lesa endalausar bloggfærslur um hvað allt sé æðislegt?

    Nákvæmlega! Ekki ég allavegana. Ég ætla bara að nota Twitter fyrir slíkt.

Comments are closed.