50 staðir til að fara á áður en þú deyrð (uppfært)

Nokkuð skemmtilegar pælingar á BBC: 50 Places to see before you die

Þetta var könnun, sem BBC gerðu meðal lesenda. Listinn er áhugaverður og þarna er fullt af stöðum, sem mig langar gríðarlega til að heimsækja, en listinn er líka býsna skrítinn á köflum. Til dæmis skil ég ekki hvernig í andsk** Florida komst í þriðja sæti. Ef það er eitthvað merkilegt að sjá á Florida, þá missti ég af því.

Ég verð að segja að ég hefði nú til dæmis skipt Florida út fyrir Saltvötnin í Bólivíu. Einnig mundi ég taka út Rio og setja inn til dæmis Havana eða Buenos Aires (útaf besta næturlífi í heimi).

Ég hef komið á 9 staði á þessum lista :

Florida: Fór til Florida með fjölskyldunni þegar ég var 14 ára gamall. Fór í Disney World og allt það dót. Fór síðan aftur þegar ég var 24 ára í Spring Break með Hildi og Dan vini mínum.

New York: Hef komið tvisvar til New York. Fyrst þegar ég var 19 ára, þegar til að heimsækja vinkonu mína, sem var í skóla þar nálægt. Einnig fórum við Hildur þarna þegar ég var 21 árs. Í bæði skiptin vorum við þar um vor og í bæði skiptin var ég afskaplega hrifinn. Frábær borg, en samt var ég ofboðslega feginn að koma aftur til Chicago eftir seinni ferðina.

Macchu Picchu: Á þennan magnaða stað hef ég komið tvisvar. Þegar ég var skiptinmei í Venezuela fór ég með fósturfjölskyldunni minni til Perú í einn mánuð. Þá var ég á Macchu Picchu í æðislegu veðri. Í seinna skiptið fór ég með þrem vinum mínum og löbbuðum við Inka slóðina í 3 daga upp til Macchu Picchu, þar sem var þoka stóran hluta dagsins, en samt gátum við vel notið þessarar mögnðu borgar.

Niagara Falls. Þegar ég var 24 ára fór ég með Hildi til Niagara Falls í Kanadaferðinni okkar. Fossarnir eru magnaðir, en bærinn í kringum þá er hreinasta túristahelvíti.

Iguassu Fossa: Stórkostlegir fossar á landamærum Paragvæ, Brasilíu og Argentínu. Ég og Emil eyddum tveim heilum dögum við að skoða fossana og það var alls ekki of mikill tími.

Rio de Janeiro: Þarna var ég þegar ég var 21 árs gamall. Mjög skemmtileg borg, en samt ekki eins heillandi og Salvador. Samt frábær borg.

Barcelona: Fallegasta borg, sem ég hef komið til. Næstbesta fótboltalið í heimi, æðislega fallegar byggingar en allt allt allt of mikið af fólki.

Ísland: Held að ég hafi séð nokkurn veginn allt landið. Mamma og pabbi sáu til þess.

Angel Falls: Sá þennan foss í Suður-Ameríkuferð okkar vinanna. Tókum litla flugvél frá Ciudad Bolivar og flugum framhjá þessum ótrúlega fossi. Veðrið var ekki alveg eins gott og við hefðum óskað, en samt mögnuð sjón. Mig langar alltaf að fara aftur á rigningartímabilinu, því þá er hægt að sigla nálægt fossunum (þeir eru það afskekktir að það liggur enginn vegur í mörg hundruð kílómetra radíus frá þeim)

Á BBC síðunni eru tenglar yfir á myndir og umfjöllun um alla staðina. Allavegana, þá lítur listinn svona út:

1 The Grand Canyon
2 The Great Barrier Reef
3 Florida
4 South Island
5 Cape Town
6 Golden Temple
7 Las Vegas
8 Sydney
9 New York
10 Taj Mahal
11 Canadian Rockies
12 Uluru
13 Chichen Itza – Mexico
14 Machu Picchu – Peru
15 Niagara Falls
16 Petra – Jordan
17 The Pyramids – Egypt
18 Venice
19 Maldives
20 Great Wall of China
21 Victoria Falls – Zimbabwe
22 Hong Kong
23 Yosemite National Park
24 Hawaii
25 Auckland – New Zealand
26 Iguassu Falls
27 Paris
28 Alaska
29 Angkor Wat – Cambodia
30 Himalayas – Nepal
31 Rio de Janeiro – Brazil
32 Masai Mara – Kenya
33 Galapagos Islands – Ecuador
34 Luxor – Egypt
35 Rome
36 San Francisco
37 Barcelona
38 Dubai
39 Singapore
40 La Digue – Seychelles
41 Sri Lanka
42 Bangkok
43 Barbados
44 Iceland
45 Terracotta Army – China
46 Zermatt – Switzerland
47 Angel Falls – Venezuela
48 Abu Simbel – Egypt
49 Bali
50 French Polynesia

9 thoughts on “50 staðir til að fara á áður en þú deyrð (uppfært)”

  1. jibbí.. skemmtileg færsla, kemur manni í ferðahug.. og maður fær nýjar hugmyndir 😉 hef komið á 9 staði.. jei… 🙂

  2. Hmm… Ég veit ekki með París. Fannst það hálfgert svindl að setja þá borg þarna inn, þar sem við keyrðum bara inn og útúr borginni og sáum Eiffel turninn í 20 km. fjarlægð. Ég held að hraðbrautirnar í gegnum París séu nú ekki aðalástæðan fyrir því að borgin komst á þennan lista 🙂

  3. Ég verð að setja að þessi listi er einstaklega óáhugaverður. Næ samt 11. Finnst þetta túristaleg upptalning.

    Dubai skil ég t.d. alls ekki. Afhverju er ekki kringlan þarna?

    Og sammála með Florida, Key West væri skemmtileg tilbreyting.

    Ekkert minnst á Aztekana þarna, ekkert utan Barbados úr karabíuahafinu auk þess sem Cape Town er ekki mest heillandi staður sunnanverðrar afríku.

    Og hvar er Kúba og Ahlambra höllin á Spáni til að nefna eitthvað.

  4. Ég myndi nú alveg róa mig á yfirlýsingunum, Daði. Auðvitað er listinn túristalegur, enda er hann unninnn úr skoðanakönnun meðal almennings.

    Ég veit ekki með Dubai, en er það ekki aðaltúristastaður ríka fólksins í Brelandi, þannig að það er kannski eðlilegt að það skuli enda þarna.

    Auðvitað er hægt að bæta inn fullt af stöðum þarna. Bara af þeim stöðum, sem ég hef heimsótt hefði ég viljað bæta inn Akrapólís hæðinni, Salvador, Tetiohuacan í Mexíkó, Titicaca vatni í Bólivíu, Buenos Aires, Moskvu og New Orleans. En svona listi verður bara aldrei tæmandi.

  5. Ég veit að þetta verði aldrei fullkomið þegar skoðanarkannanir eru gerðar. Og maður er alltaf meira hrifinn af einum stað en öðrum.

    Annað sem ég var að hugsa er South Island. Er þetta suðurhluti nýjasjálands eða einhver önnur eyja?

    Skrítið líka svona í annari lesningu að þeir segja French Polynesia en ekki Bora Bora sem er að ég held frægasti hluti eyjanna.

  6. 3;8;9;12;18; 25;35;36;37;44.
    Akrópólis og New Orleans eiga þarna hiklaust heima frekar en sumt annað.
    En þetta er engu að síður nokkuð áhugaverður “innkaupalisti”

Comments are closed.