8. maðurinn

Björn Ingi í kappræðum á NFS (eða var það Kastljós).

>Valið stendur milli mín og áttunda manns Sjálfstæðisflokksins

Ég spyr, er þetta ekki sami maðurinn?

7 thoughts on “8. maðurinn”

  1. Ég skil ekki afhverju fólk er að velta sér upp úr þessari setningu. Hún var alveg hárrétt hjá honum. Hann bara gleymdi að enda hana. “… inn í borgarstjórn.” Hann vissi vel að ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki 8 menn að þá mundi hann hoppa við fyrsta tækifæri í samstarf við þá.

  2. Hættur að skrifa um pólitík því Samfylkingin er eitt stórt mess?

  3. Nei, sé bara raunveruleikann eins og hann er, ekki eins og Ingibjörg Sólrún segir þér að hann eigi að vera. :biggrin:

  4. við vitum það. Þú ætlaðir að reyna að vera kaldhæðinn en eftir stendur aðeins afhjúpaður sannleikurinn. skrifin þín gætu verið undirrituð af henni. Haltu þig við skrif um fótbolta, þú veist þó eitthvað um hann

  5. Kæri Brandur/Huginn/Naflaus whatever: Þótt það sé nú pínulítið krúttulegt að eiga sér stalker, sem kemur hérna undir hinum ýmsu nöfnum og gerir lítið úr pólitískum skoðunum mínum, þá verður þetta með tímanum pínulítið þreytt.

    Þetta er eiginlega hálf sorglegt af þinni hálfu, því að þegar ég skrifa ekki um pólitík í nokkra daga, þá byrjarðu að kvarta, samanber:

    >Hættur að skrifa um pólitík því Samfylkingin er eitt stórt mess?

    Þannig að þú þolir ekki skrif mín, en saknar þeirra svo þegar þau birtast ekki.

    Þú veist það mætavel að fótboltaskrif mín eru á [annarri síðu](http://www.eoe.is/liverpool). Haltu þig við hana og láttu þessa síðu eiga sig. Það er greinilega ekki nógu gott fyrir geðheilsu þína að lesa þessa síðu reglulega.

    Lífið er of stutt, gott og skemmtilegt til þess að eyða púðri í svona vesen.

Comments are closed.