Á hraðri uppleið

Fyrir nokkrum dögum fékk ég í pósti bréf frá Financial Times. Þar segir:

Dear Einar,
As a global business executive, you have been selected to receive a risk-free trial subscription to the Financial Times

Vááá, “global business executive”. Það munar ekki um það. Síðast þegar ég vissi var ég bara hagfræðinemi. Ég er greinilega á hraðri uppleið.

Annars skil ég ekki alveg hvers vegna ég er á lista hjá þeim. Ég virðist fá einstaklega mikinn póst frá alls konar fjármálatímaritum, svo sem Forbes, Business Week, Investor News Daily o.fl. Mig grunar að það sé vegna þess að ég hef verið áskrifandi að Wall Street Journal og The Economist og annaðhvort þeirra blaða selji áskrifendalistann sinn til hinna ýmsu aðila. Þeir hjá Financial Times gera greinilega ráð fyrir því að allir, sem séu áskrifendur að slíkum blöðum hljóti að vera í einhverjum toppstöðum.