Aperture vs Light Room – á ég að skipta?

Ég er að rembast við að klára að merkja og laga myndirnar mínar úr Indónesíuferðinni og uppúr því fór ég að spá í hvaða forrit ég ætti að nota við þetta verk. Ég nota Aperture og hef gert síðasta árið, en það forrit er farið að fara verulega í taugarnar á mér. Sérstaklega finnst mér leiðinlegt viðmótið þegar að ég er að skýra og tag-a mikið af myndum. Þegar ég skýri myndirnar þá reynir Aperture alltaf að giska á hvað ég ætla að skýra hana, sem er ÓÞOLANDI og svo eru aðrir litlir böggar farnir að fara í taugarnar á mér.

Nú spyr ég – er einhver þarna úti sem hefur prófað bæði forrit og getur gert upp á milli þeirra? Nú er slatti af Makka-Nördum sem að notar Light Room (Gruber hjá Daring Fireball t.d.), sem hlýtur að vera hrós þar sem Apple framleiðir Aperture. Ég er að spá í að skipta, en það er eflaust slatta mál og ekki er forritið ókeypis, þannig að ég vil ekki skipta nema að ég sjái kostina. Þegar ég reyni að google-a eitthvað um samanburð á forritunum, þá finn ég fátt nema einhvern eldgamlan samanburð.

5 thoughts on “Aperture vs Light Room – á ég að skipta?”

  1. Ertu búinn að skoða chris.is? Hann er mjög örlátur á upplýsingar, örugglega hægt að spyrja hann ef þú finnur ekkert hjá honum í blogginu.

  2. Já, þessi Chris er greinilega Light Room aðdáandi.

    Sveinn Birkir, hvað finnst þér svona betra í Light Room? Ég held bara að Aperture skipti Apple nákvæmlega engu máli og því sé lítill áhugi á að bæta forritið.

  3. Ég nota Lightroom og hef alltaf gert, ég nota þó það ekki í sama mæli og margir aðrir, en ég er hugsanlega að fara að breyta því.

    Eitt við Lightroom sem er þó klárlega kostur framyfir Aperture, og það er að þegar maður vinnur myndir í Aperture þá vinnur forritið með orginal fælinn á meðan Lightroom skrifar alla vinnslu í sérstakt textaskjal sem það hengir á r orginalinn, þannig getur maður alltaf verið viss um að maður eigi orginalinn ósnertan, sem er augljóslega stór plús.

    Varðandi metadata og svo framvegis, þar ætla ég ekki að vera dómari, því í mínum hugsa snertir hvorugt þessara forrita Fotostation í þeim efnum.

  4. Takk, Sigurjón.

    Ég komst reyndar að því þegar ég fór að skoða þetta nánar að til þess að færa myndir úr Aperture yfir í LightRoom, þá mun ég missa allar breytingar, sem ég hef gert á .Raw skjölunum. Það er frekar mikið mál, þannig að ég er ekki jafn æstur í að skipta.

Comments are closed.