Bloggleiði

Úff hvað mér leiðist þegar fólk talar um það hversu latt það hefur verið við að blogga. Ég ætla samt að gera það sjálfur.

Ég hef einhvern veginn ekki haft mikið að segja undanfarið. Að hluta til byggist þetta á því að ég veit ekki hversu mikið ég á að segja um mitt prívatlíf núna þegar ég er hérna á Íslandi. Blogg um mitt prívatlíf yrði nefnilega aldrei bara um mig, heldur þyrfti það að innihalda vini, fyrrverandi kærustur, fjölskyldu og svo framvegis. Mér er alveg sama þótt að ég komi illa útúr þeirri umfjöllun, en ég vil helst ekki segja eitthvað vitlaust um allt hitt fólkið.

Einhvern veginn var þetta auðveldara þegar ég bjó útí Bandaríkjunum. Þá gat ég tjáð mig um partí og skólann og alla félagana þar. Ég gat treyst því að vinir mínir þar lásu aldrei síðuna og því hafði ég meira frelsi til að skrifa (ekki það að ég hafi nokkurn tímann skrifað eitthvað slæmt um þá).

Ég tjáði mig smá í umræðum á Metafilter um það hvernig persónuleika bloggarar skapa. Ég veit ekki hvernig fólk, sem þekkir mig ekki en les þessa síðu, lítur á mig. Ég veit bara að þessi síða gefur mjög ónákvæma mynd af mínu lífi. Ég skrifaði m.a. á Metafilter (ó jess, ég kvóta sjálfan mig 🙂

I think it’s pretty much impossible to be the same person online as you are in real life. My weblog tends to be about the exciting stuff in life, all the cool people I meet on weekends, etc. However, I normally don’t talk about the boring stuff that goes on the rest of the week.

So people who read my site probably assume that my life is a lot more exciting than it really is. I think webloggers also forget to write about the embarassing moments in life. Therefore the person who the reader reads about is often one who doesn’t make any mistakes and never does anything boring.

I still haven’t read a weblog that seems to be an accurate description of a person’s life.

Einn gaur svaraði mér

I still haven’t read a weblog that seems to be an accurate description of a person’s life.

Lives consist mostly of mundane interactions; it’s far more interesting to pick a moment or two and share those. Honestly, I’d find an in depth description of somebody washing dishes to be more interesting than a shallow description of an entire day’s events.

og ég svaraði

I agree mosch. Here in Iceland there are hundreds of weblogs, they seem to be in fashion at the moment. However, 99% of the webloggers seem to be trying to portray themselves as someone cooler or more interesting than they probably are (and I don’t think I’m the exception). However, it would be so much more interesting and fun to read if they would just cut the crap and be honest about their lives.

I just started writing my own personal diary, and I’ve read through a couple of the entries and they are so much more interesting and fun than the entries in my public weblog. I just feel that I can’t be honest in my public weblog, because it would also be about my friends, family & co-workers, so I would have to think about how my words affected them.

Sem sagt, þá hef ég síðustu daga byrjað að halda mína eigin dagbók. Mér fannst þessi blogg síða alltaf þjóna einhverjum tilgangi sem dagbók en ég geri mér grein fyrir því að hún er gríðarlega takmörkuð. Ég hef þörf fyrir að tjá mig um hlutina í mínu lífi og oft finnst mér mikilvægt að skrásetja atburði í lífi mínu, hvort sem það er með myndum eða texta. Það hefur gefið mér furðu mikið að halda nákvæma dagbók síðustu daga.

Þannig að ég veit ekki alveg hvert ég stefni með þessa síðu. Ég veit að það er ekki séns að ég hætti enda finnst mér oft lífsnauðsynlegt að tjá mig “opinberlega” um vissa hluti. Ég hef þó bara ekki fundið nein mál, sem hafa tekið nógu mikið á mig, til að ég fari að tjá mig.

Ætli mér vanti ekki bara góða grein á Múrnum um hræðilegar skuggahliðar alþjóðaviðskipta til að ég komist aftur í stuð.

7 thoughts on “Bloggleiði”

  1. Ég krefst skrifa um stjórnmál frá þér! Hvernig væri ein hressandi grein um sölu ríkisbanka? Nú eða virkjanamál sem alltaf kveikja í fólki. Nú eða síðustu skoðanakönnun sem sýnir að fólk gerir lítinn greinarmun á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki á kostnað Framsóknar og VG sem báðir virðast vera gufa upp.

  2. Ég legg til að þú skrifar lærðan pistil um kenningar “The Mystery of Capital”. Þá get ég vísað í þau skrif þegar ég klára hana eftir helgi í stað þess að skrifa um hana sjálfur. Þá kannski nennir líka einhver að lesa boðskapinn.

  3. Fínar umræður og vísanir á góðar greinar um Mystery of Capital hér. Sparar þér kannski eitthvað vesen

    Varðandi stjórnmál, þá fer að líða að því að ég komist í þann ham aftur.

  4. sennilega er það rétt að við erum svalari on-line heldur en í raunveruleikanum. líka kannski brynjaðri, við erum berskjaldaðri þegar við erum andspænis öðrum í r-leikanum.

    annars lít ég á bloggið mitt sem mína persónulegu dagbók sem fyrst og fremst er skrifuð fyrir mig og til að ég geti pælt í atburðarásinni í lífi mínu.

    Stundum verður einhver samleikur við aðrar dagbækur en það er meira eins og hliðarstef. Þetta er skrásetning á leið minni til aukins þroska (eða hrösunarbraut:)

  5. mig langadi bara ad dakka der fyrir skemmtilega sidu og vona ad du haldir afram!!
    eg er actually ordin “hùkkt” a sidunni dinni.. sidan ad eg uppgötvadi hana fyrir viku! :blush:
    dad er margt otrulega ahugavert og skemmtilegt sem du skrifar um!
    hef reyndar lika velt fyrir mer hvad faer mann til dess ad skoda dagbok og myndir hja einhverjum sem ad madur dekkir ekki neitt!! :confused:
    well, dangad til ad eg verd buin ad finna dad ut.. held eg vist afram ad lesa..
    kvedja, anna

  6. Frábær síða..varð bara að senda kveðju…ég kom nú óvart í heimsókn í gegnum uppáhaldið þitt…leit.is og eftir það hefur ekkert verið aftur snúið..var að leita að efni um hagfræði og viti menn..heimasíðan þín var ein af þeim efstu á listanum 😉

    Gaman að sjá fólk pæla í alvöru hlutum… og skál fyrir Serrano..munar ekkert smá að fá breik frá djúpsteiktu nágrönnum þínum… Mættir athuga skólatilboð fyrir okkur námslánaþrælana…. 🙂

  7. Það virðist ekki fara mikið fyrir bloggleiðanum? Þú hefur sjaldan verið jafn duglegur að skrifa síðan þessi færsla leit dagsins ljós :laugh:

Comments are closed.