Endurtekið efni um alþjóðavæðingu

Stefán Pálsson endurtekur gamla grein sína á Múrnum. Núna heitir greinin Alþjóðavæðing og fótbolti en hún hét áður Alþjóðavæðing fyrir byrjendur.

Þarna er Stefán aftur að benda á tölur um vöxt í Suður-Ameríku, sem rök gegn alþjóðavæðingu. Ég svaraði síðustu greininni í þessum pistli.

Athyglisverð pæling hjá Geir Á.

Gagnrýni á Bandaríkin

Þrátt fyrir að ég hafi oft varið Bandaríkin þá er ég ávalt fylgjandi góðri og málefnalrgri gagnrýni á landið, enda er hér mjög margt, sem má bæta.

Jón Steinsson, sem samkvæmt email addressu, stundar nám við hinn ágæta skóla Harvard, skrifar mjög góða grein á Deiglunni í dag: Byssur og innlent smjör.

Þar gagnrýnir Jón m.a. aukna styrki til bænda, bjánalegar skattalækkanir og annað klúður í skrítinni efnahagsstefnu George W. Bush. Góð grein, sem ég mæli með.

Útskrift

Útskriftin mín var fyrir tveim vikum, föstudaginn 20 og laugardagin 21. júní. Þetta var heljarinnar dæmi í kringum allt þetta.

Allt byrjaði þetta á föstudagsmorgninum þegar ég fór með mömmu og pabba á Orrington hótelið, þar sem hagfræðideildin var með samkomu. Alls voru um 250 manns að útskrifast úr deildinni en aðeins þeim, sem skrifuðu BA ritgerðir var boðið, en um 30 manns uppfylltu skilyrði til að skrifa ritgerð. Allir voru fengnir uppá svið og talaði Mark Witte, prófessor um ritgerð hvers og eins. Ég, ásamt fimm öðrum fékk Deibler verðlaunin fyrir bestu BA ritgerðirnar og fékk ég hagfræðibók að gjöf fyrir það.

Á föstudagskvöld var samkoma á fótboltaleikvanginum. Þar voru samankomnir allir útskriftarnemendur úr öllum Northwestern skólunum, þar með talið Kellogg, Medill blaðamannaskólanum og öllum hinum. Allir útskriftarnemendurnir sátu á sjálfum vellinum en áhorfendastúkan var full af veifandi foreldrum og vinum.
Continue reading Útskrift

Hagfræði og djamm

Ég veit að ég ætti sennilega að vera sofandi í stað þess að vera að vaka til að horfa á HM. Ég er nefnilega að fara í skemmtilegt hagfræðipróf í fyrramálið.

Allavegana, þá fór ég á astro.is og ég þekkti bara fullt af fólki. Ja hérna!! 123.

Farðu að sofa Einar!

The Economist og HM

Það er fátt betra til að hvíla sig á hagfræðilærdómi en að lesa The Economist með hádegismatnum.

Í síðasta blaði fjallar blaðið ítarlega um heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Þar er m.a. nokkuð fyndin lýsing a keppni Afríkuríkja.

The tournament started with a series of stultifying goal-less draws, worthy of the grinding professionalism of the Italian League. Things got more colourful at the semi- final stage, when a coach from Cameroon was led off the field in handcuffs on suspicion of attempting to cast a spell on the Malian goal

Kredit kort fyrir alla

Þetta lesendabréf birtist í síðasta tölublaði The Economist. Mér fannst það nokkuð fyndið.

Felix qui nihil debet

SIR – You mention that banks issue credit cards to people with no job or bank account (“Debtors’ bail”, May 4th). In my experience, they even issue pre-approved cards to people who do not exist. I subscribe to publications using different first names, to track who sells their list to whom. My subscription for The Economist comes to “Felix” Pelletier, who sounds good and smart. “Ingemar” Pelletier gets ski mags, “Bud” Pelletier visits beer-related websites, etc. They have no jobs or bank accounts as they do not exist. Yet in Felix’s post bag every year are several pre-approved credit-card applications, with $50,000 being the highest credit offered thus far. So if Felix takes up the offer of the card, he could buy Ingemar some new snowboards and Bud a pint or two.

The Economist skrifaði um það fyrir nokkru að nánast öllum hér í Bandaríkjunum séu boðin kredit kort, sem séu “pre-approved”, það er, maður þarf í raun ekki að hafa neinar tekjur né eignir til að fá kredit kort. Það kemur svo náttúrulega uppúr að The Economist selur áskrifendalistann sinn til kredit korta fyrirtækja og þau senda svo kredit kort til allra áskrifendanna.

Ég fæ sennilega svona 10-15 tilboð um kredit kort í hverri viku. Þar, sem ég er þegar með þrjú kredit kort og eitt debet kort (af hverju, veit ég ekki), þá þarf ég varla á fleiri kortum að halda.

Það er nokkuð skemmtilegt að þessir fyrirtæki, sem kaupa póstlistanna halda að áskrifendur The Economist séu allir eins. Þannig fær maður fullt af tilboðum um að ganga í alls konar samtök fyrir stjórnendur auk þess að maður er beðinn um fjárframlög til hægrisinnaðra stofnanna í Washington.

Einnig hef ég fengið fjöldann allan af kredit kortum, þar sem mér er lofað úttektarheimild upp að 5.000 dollururm á mánuði án þess þó að kortafyrirtækin viti neitt um mig nema það að ég hef góðan smekk fyrir tímaritum.

Guns 'n Roses og alþjóðavæðing

Ég er núna að klára heljarinnar verkefni í einum viðskiptatímanum mínum. Með því lýkur mikilli verkefnahrinu, sem hefur staðið yfir síðustu daga. Ég er að hlusta á Appetite For Destruction með Guns ‘N Roses. Þvílík eðaltónlist, sem kemur mér svo aldeilis í lærdómsstuð. Þessi diskur á sér nokkuð merkilega sögu því ég lánaði Gunnari vini mínum hann þegar ég var svona 14 ára og fékk hann ekki tilbaka fyrr en ég var kominn með stúdentspróf.

Annars fékk ég email áðan þar sem mér var boðið á fyrirlestur, sem heitir Globalization of Trade is great! …but the World Bank and IMF are not. Það eru frjálshyggjumenn í Northwestern, sem standa fyrir þessu. Af einhverjum ástæðum er ég á póstlista hjá þeim. Einnig er ég á póstlista hjá Cato Institute, en fyrirlesari frá þeim verður aðalræðumaður á morgun. Ekki veit ég hvernig ég lenti á þessum lista hjá Cato. Þetta er allt hið dularfyllsta mál.

Niðurröðun á hagfræðideildum

Einn strákur, sem er með mér í hagfræðitíma benti mér á þessa athyglisverðu ritgerð. Höfundarnir (Kalaitzidakis, Mamuneas og Stengos) raða niður hagfræðideildum í helstu háskólum heims. Skólunum er raðað niður eftir því hve mikið af efni eftir prófessora viðkomandi skóla er birt og vitnað í. Þeir söfnuðu saman upplýsingum uppúr 30 helstu hagfræðitímaritum, sem gefin eru út.

Margt athyglisvert kemur út úr þessari niðurröðun. Til að mynda að efstu sautján skólarnir eru allir í Bandaríkjunum. Fyrstur evrópskra skóla er Tilburg í Hollandi, númer tvö er London School of Economics.

Annars lítur topp 25 listinn svona út:

  1. Harvard
  2. University of Chicago
  3. MIT
  4. Northwestern
  5. University of Pennsylvania
  6. Yale
  7. Princeton
  8. Stanford
  9. Berkeley
  10. NYU
  11. Columbia
  12. UCA San Diego
  13. University of Michigan
  14. UCLA
  15. Cornell
  16. University of Texas, Austin
  17. University of Rochester
  18. Tilburg (Holland)
  19. University of Wisconsin – Madison
  20. London School of Economics (England)
  21. University of Minnesota
  22. Boston University
  23. University of Toronto (Kanada)
  24. Brown
  25. Tel Aviv University (Ísrael)

Hagfræði óskalisti

Þessi óskalisti á Amazon.com er alveg magnaður. Hann tilheyrir þessum manni.

Hvernig einhver getur haft svona svakalega mikinn áhuga á hagfræðikennslubókum er ofar mínum skilningi. Bara það að honum langi til að lesa ÞRJÁR mismunandi kennslubækur um hagtölfræði (enska: econometrics) er alveg hreint stórkostlegt.

Í alvöru talað, þá dáist ég að slíkum áhuga.

Alþjóðavæðing, þriðji hluti

Ja hérna, Múrinn bara svaraði greininni minni. Þessu bjóst ég nú ekki við. Þeir hefðu þó mátt tengja á síðuna mína, því þá hefði ég ábyggilega fengið fullt af heimsóknum. Sjá greinar

  1. Alþjóðavæðing fyrir byrjendur eftir Stefán Pálsson
  2. Alþjóðavæðing fyrir lengra komna svar mitt við greininni á Múrnum
  3. Alþjóðavæðing fyrir spekinga svar Múrsins við grein minni, eftir Steinþór Heiðarsson

Steinþór svarar svari mínu í dag. Tititilinn var framhald af hinum tveim. Nú er þessi umræða sem sagt komin á plan spekinga. Ég er hálf hræddur við að svara slíku, enda tel ég mig ekki vera neinn speking á sviði alþjóðaviðskipta.

Steinþór svarar aðallega greininni minni með að halda því fram að alþjóðleg fyrirtæki hafi oft notið góðs af ISI stefnunni. Þetta er hárrétt hjá honum. Málið var að þessi fyrirtæki höfðu mörg sett upp starfsemi áður en ISI stefnan var stett á laggirnar. Þegar þessi verndarstefna var svo sett upp reyndu fyrirtæki náttúrulega að njóta góðs af þessari stefnu. Það er eðlilegt að fyrirtæki reyni að hámarka hagnað sinn.

Ég sé í raun ekki hverju það breytir að alþjóðleg fyrirtæki hafi notið góðs af þessari stefnu. Það, sem eftir stendur er að stefnan var röng og afleiðingar hennar voru slæmar. Þrátt fyrir að sum erlend fyrirtæki hafi hagnast á verndarstefnunni og hagfræðingar á vegum Sameinuðu Þjóðanna mælt með henni, þá er ekki hægt að horfa framhjá því að ríkisstjórnir viðkomandi landa komu á verndarstefnunni. Hagfræðingar, jafnvel þótt þeir séu bandarískir, hafa ekki alltaf rétt fyrir sér.

Það fríar hins vegar engan veginn ríkisstjórnir viðkomandi landa frá ábyrgð við stefnumörkun í efnahagsmálum. Því stend ég við það að þjóðirnar í Suður-Ameríku hafi af flestu leyti komið sér sjálf í vandræði. Jafnvel þótt þessi lönd hafi verið gríðarlega rík af náttúruauðlindum (t.d. olíu) þá tókst stjórnmálamönnum að klúðra flestu varðandi efnahagsmál. Þeir klúðruðu þessum efnahagsmálum án aðstoðar frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Steinþór nefnir fræga dæmið um brasilísku bleijurnar, sem Johnson&Johnson framleiddu. Hann segir réttilega frá því hvernig gæði brasilískra bleija voru mun lægri heldur en bleija í öðrum löndum. Þetta var fyrst og fremst vegna þess að brasilísku bleiju iðnaðurinn var verndaður af brasilísku ríkisstjórninni.

Þarna rekst Steinþór (kannski af tilviljun) á ein helstu rökin fyrir frjálsri samkeppni og sjálfri alþjóðavæðingunni. Málið var að undir ISI var markaðurinn fyrir Johnson&Johnson bleijur í Brasilíu verndaður. Johnson & Johnson hefði getað reynt að flytja út vörurnar og þar með notað framleiðsluaukninguna til að hagræða. Hins vegar hafði verndastefnan gert vörur Johnson & Johnson, sem og annarra fyrirtækja í Brasilíu, ósamkeppnisfærar. Árið 1990 var gerð könnun á 220 fyrirtækjum í Sao Paulo og sýndi hún að flest fyrirtækin voru allt að hundrað sinnum óhagkvæmari í framleiðsluferlinu en nauðsynlegt hefði verið til að geta keppt á heimsmarkaði (sjá The Silent Revolution eftir Duncan Greeen bls.14).

Þannig að ríkisverndin og ríkisstyrkirnir höfðu dregið algerlega úr samkeppnishæfni fyrirtækjanna. Þegar markaðir voru svo opnaðir voru fyrirtæki ófær um að keppa.

Hins vegar má deila um það hvort að alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi brugðist rétt við eftir skuldakreppuna 1982. Ólafur Bjarki vitnar einmitt í grein í The Economist, sem ég ætlaði að vitna í (hún heitir því viðeigandi nafni Blame Game)

The IMF is always in a dilemma in such crises. If it provides help to a country whose policies are insufficient, in the Fund’s view, to stabilise the economy, it is failing its duty to member governments and, ultimately, the taxpayers around the world who underwrite its resources. But if it withholds support, it risks driving the economy into an even deeper slump, for which it will surely get the blame. The Fund is in a no-win situation.

Málið er að tæki IMF hafa ekki alltaf virkað. Ef þau hafa virkað þá hefur sjóðurinn verið gagnrýndur fyrir tímabundin slæm áhrif, sem umbæturnar hafa valdið. Staðreyndin er einfaldlega sú að ekki er hægt að ætlast til að sjóðurinn komi inn og umbreyti þjóðfélaginu til hins betra án allra fórna. Það hefur hins vegar sýnt sig að alþjóðavæðing er það kerfi, sem hefur reynst flestum þjóðum best. Þrátt fyrir það hafa vissar þjóðir í þróunarlöndunum átt erfitt með að aðlaga sig að nýrri heimsmynd og alþjóðavæðingunni.

Kannski er það réttmæt gagnrýni hjá ýmsum andstæðingar alþjóðavæðingar að IMF leggi alltaf til sömu lausnirnar. Hins vegar hafa þessar lausnir virkað vel fyrir vesturlönd og menn hafa ekki ennþá fundið aðrar lausnir, sem virka betur fyrir þróunarlöndin.

Öruggt er þó að lausin fyrir þessi lönd er alls ekki að loka sig af og hafna alþjóðavæðingunni.