Liverpool – Barca

Úffff, ég er orðinn verulega spenntur [fyrir kvöldinu](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/02/20/9.34.04/). Það er ekki oft sem að uppáhaldsliðin mín tvö mætast, en það gerist í kvöld. Mér þykir afskaplega vænt um Barcelona bæði sem borg og lið en það á einfaldlega ekkert lið sama sess í mínu lífi og Liverpool.

Ég spái 2-1 fyrir Barca. Crouchy skorar Liverpool markið, en Iniesta og Ronaldinho fyrir Barca. Liverpool tekur þetta svo á Anfield þar sem ég verð í stúkunni.

**KOMA SVO!!!**

**Uppfært (EÖE)** Takk fyrir að spyrja, en ég er bara [þokkalega sáttur](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/02/21/21.38.38/#). 🙂

**Ég elska Liverpool!**

Super Bowl XLI (uppfært kl 2.45)

Og allir saman nú:

Let’s go Bears! Let’s go Bears!

[Löng nótt](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/football/bears/cs-070203piersonspecial,1,7569200.story?coll=cs-home-headlines) framundan.

**Uppfært í hálfleik kl 00.58**: Staðan er 19-14 fyrir Indianapoli. Nei, fokking A – Vinatieri klikkaði!!! Staðan er 16-14. Ja hérna.

Sko, ef ég væri í partíi – þá væri ég búinn að finna uppá þeim drykkjuleik að maður ætti að drekka í hvert skipti sem að lýsandinn á Sýn segir að Chicago sé lélegt í einhverju. Ef ég hefði leikið þann leik hefði ég drepist í þriðja leikhluta í síðasta leik og væri sennilega ekki í formi til að skrifa þessi orð núna.

Ég spái því að Rex eigi eftir að gera eitthvað stórkostlegt í seinni hálfleik og að hann tryggi Bears sigurinn. Þið lásuð það hér fyrst. Vinatieri klikkar, Grossman hetjan. Jammmmmm…

Já, svo getur maður horft á [bandarísku Super Bowl auglýsingarnar hér](http://www.myspace.com/superspots).

**Uppfært 01:17** Fínt að nota hálfleikinn í að kíkja á auglýsingarnar. Þessar eru bestar að mínu mati:

Wedding Auction

Snickers Kiss

Bud Light Slap

**Uppfært (2:04)**: Úfff, ég er orðinn verulega þreyttur – Bears undir og maturinn í húsinu að verða búinn. Gróf upp einhverja örbylgju-súkkulaðiköku sem fyrrverandi kærastan mín keypti síðasta sumar. Hún var ekki góð (kakan það er).

Kakan var samt betri en þessi lýsandi á Sýn. Mér skilst á honum að Rex Grossman sé ekki góður leikstjórnandi!!! Ef hann myndi ekki minna á það á 10 sekúndna fresti þá myndi ég sennilega gleyma því.

**KOMA SVO!!!**

**Uppfært 2.44**: Jæja, staðan 29-17 og Colts með boltann og fimm mínútur eftir. Ég er farinn að sofa.

Andskotinn!

Jæja, ég verð þá bara að treysta því að Cubs og Bulls verði meistarar.

BEARS!!!

Ég bið nágranna mína velvirðingar á sífelldum hrópum á þessu sunnudagskvöldi.

En Chicago Bears eru komnir í **Super Bowl**!!!

nfl_u_jones_412.jpg
Þulurinn á Sýn afskrifaði Chicago og Rex bara svona 150 sinnum í útsendingunni, en hann hafði þokkalega rangt fyrir sér því Chicago keyrðu að lokum yfir New Orleans. Urlacher er fokking snillingur og þessi Chicago vörn er ótrúleg.

Liverpool sigur í gær, Man U tap í dag og svo Bears sigur í kvöld. Yndisleg helgi! Gaman gaman!

HM – Breyttar áherslur

Í kjölfar [atburða dagsins](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/world_cup_2006/4991602.stm) og árangurs [síðustu umferðar](https://www.eoe.is/gamalt/2006/06/27/21.28.03/) hef ég ákveðið að breyta um áherslur á HM.

Á einstakan hátt hefur mér tekist að breyta því með hvaða liðum ég held.

Núna held ég því með Ítalíu, Portúgal og Frökkum. Ég vona sérstaklega að C.Ronaldo, Figo, Totti og Henry leiki frábærlega. Þeir eru allir æði!

16 liða úrslitin

Þetta eru leikirnir, sem eru búnir í 16 liða úrslitum HM.

Þýskaland – Svíþjóð: Einar Örn hélt með Svíþjóð
Mexíkó – Argentína: Einar Örn hélt með Mexíkó
England – Ekvador: Einar Örn hélt með Englandi
Portúgal – Holland: Einar Örn hélt með Hollandi
Ástralía – Ítalía: Einar Örn hélt með Ástralíu
Sviss – Úkraína: Einar Örn hélt með Sviss
Brasilía – Ghana: Einar Örn hélt með Ghana
Spánn – Frakkland. Einar Örn hélt með Spáni

Ég er búinn að fylgjast með 8 leikjum í 16 liða úrstlum. Í þessum leikjum hafa mín lið unnið **EINU SINNI**! 1 leikur af 8. 12,5% vinningshlutfall! Það er hreint magnað.

Reyndar hélt ég líka með Argentínu, en ég hafði samt meiri taugar til Mexíkó og óskaði þess að þeir myndu vinna. Núna eru bara tvö lið eftir, sem ég fylgist með. Ég styð aðvitað Argentínu og svo á ég eflaust eftir að halda með Englandi ef að Peter Crouch verður inná.

Life during the World Cup

Ég hef ekki mikið að segja á þessari síðu. Flest, sem vekur upp reiði mína og gleði er rætt á [þessari síðu](https://www.eoe.is/liverpool/), þar sem ég hef ákveðið að halda öllum HM skrifum mínum.

En það má alveg koma því fram að mér finnst það verulega illa af knattspyrnuguðunum gert að fella bæði Mexíkó OG Holland (tvö uppáhaldsliðin mín) úr keppni á einni og sömu helginni. Það þóttu mér grimm örlög.

Jú, svo má líka koma því að að núna held ég með Argentínu í keppninni (það var lið númer 3 hjá mér). Einnig held ég með Spáni og Englandi, en þá með því skilyrði að í þeim liðum séu Liverpool menn að spila. Annars mega þau lið grotna niður og falla úr keppni ekki seinna en strax.

Já, og svo hata ég Portúgal. Og Luis Figo.

Barca!

Hólí sjitt hvað [Barcelona er gott lið](http://www.uefa.com/Competitions/UCL/FixturesResults/Round=2202/match=1102843/report=RP.html)! Það er yyyyndislegt að sjá Chelsea liðið tekið í nefið og það er ekki leiðinlegt þegar það er annað af upphaáldsliðunum mínum, sem á í hlut.

Lionel Messi er 18 ára! Hann er fæddur 1987. Eru menn ekkert að grínast? Þvílíkur ótrúlegur snillingur.

Barca átti 23 skot á mark Chelsea í leiknum í kvöld. 23 skot á móti CHELSEA! Á útivelli. Já, þeir voru einum fleiri en það skýrir ekki allt. Ég segi það óhræddur að Barcelona er besta knattspyrnulið í heimi í dag. Held að aðeins Juventus gæti stöðvað þetta Barcelona lið í Meistaradeildinni.

Ég er búinn að vera hálf þunglyndur útaf Liverpoo [tapinu](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/02/21/21.47.04/) í gær, en Barca tókst að koma mér aftur í gott skap. Húrra fyrir því. Og húrra fyrir því að ég verð á Nou Camp eftir tvær vikur til að horfa á seinni leikinn! HÚRRA! Já, og húrra fyrir fótbolta!