Aconcagua

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Emil, Borgþór, Friðrik og ég í Suður-Ameríkuferðinni okkar í nóvember 1998. Þarna erum við í gönguferð frá Puente del Inca, sem er í Argentínu við landamæri Chile.

Í baksýn er Aconcagua, hæsta fjall Suður-Ameríku.

Bátur á Halong Bay

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Fleiri myndir frá [Laos og Víetnam eru komnar inná Flickr](http://flickr.com/photos/einarorn/sets/72157594336652935/)

Tu Doc

Ég hjá grafhýsi Tu Doc nálægt Hué í Víetnam (smellið á mynd til að sjá hana í réttri stærð).

Ég er búinn að setja inn [fleiri myndir frá Víetnam og Kambódíu á FLickr](http://flickr.com/photos/einarorn/sets/72157594326242587/).

Inní­ Tuol Sleng fangelsinu


Ég inní Tuol Sleng fangelsinu illræmda í Phnom Penh, Kambódíu (smellið á myndina til að sjá hana í réttri stærð).

Nokkrar fleiri (sæmilegar) myndir frá Víetnam og Kambódíu eru komnar á þessa síðu. Það er ekki búin að vera sól síðustu daga, þannig að allar myndirnar eru frekar þungar og litlausar að mínu mati.

Já, og svo mega fleiri en Katrín kommenta á myndirnar mínar á Flickr (og líka á þessa síðu sko). 🙂

Flickr kortasnilld

Ég er rétt búinn að hrósa Flickr fyrir það hversu mikil snilld sú síða er þegar þeir bæta inn enn einni snilldinni, [kortum](http://flickr.com/photos/einarorn/map/).

Inní Flickr kerfið er semsagt búið að bæta inn þeim eiginleika að maður getur sett inn nákvæmlega hvar myndirnar voru teknar og svo getur maður séð þær á korti, annaðhvort á teiknuðu korti eða með gervihnattamynd. Þetta virkar auðvitað best með Bandaríkjunum, þar sem gervihnattamyndir af Bandaríkjunum eru í miklu betri gæðum en til dæmis myndirnar af Íslandi.

Ég prófaði þetta áðan og setti inn á [kort allar myndirnar úr Bandaríkjaferðinni minni](http://flickr.com/photos/einarorn/map/). Gæðin á kortunum eru svo góð að ég get sett myndirnar niður á nákvæmlega þá byggingu, þar sem þær eru teknar. Þið getið [skoðað kortið hér](http://flickr.com/photos/einarorn/map/). Nota bene, veljið endilega “hybrid” eða “satellite” í hægra horninu, þá sjáiði gervinhattamynd, sem er verulega flott.

Í kirkjugarðinum

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Ég lesandi heimsbókmenntir Lonely Planet í Cimetiere du Pere Lachaise í París.


Ok, ég er semsagt búinn að koma því í lag að nú get ég bloggað í gegnum Flickr. Þarf reyndar að breyta íslensku stöfunum eftirá (veit einhver hvernig ég laga það?). Semsagt, ef þið smellið á myndina þá fariði inná Flickr síðuna mína.