Ritgerð

Eg er nuna kominn med storan hluta af ritgerdinni. Eg tharf hins vegar ad sja hana a prenti til ad geta haldid afram. Thar sem eg er ekki med prentara verd eg thvi ad klara thetta i fyrramalid. Stundum fae eg bara oged a textanum, sem eg er ad skrifa og haetti ad sja hvad er ad textanum. Annars, er herna haegt ad lesa Macbeth. Her eru svo mjog godar utskyringar a textanum.

Faustus og Macbeth

Eg a ad skila 5 bladsidna ritgerd, sem eg er varla byrjadur a, a morgun. Ritgerdin fjallar um adalpersonur leikritanna “Doctor Faustus” eftir Marlowe og “Macbeth” eftir Shakespeare. Hljomar spennandi, en thratt fyrir ad leikritin seu skemmtileg, tha er ekki eins gaman ad skrifa um thau.

Nýjir tímar

Ég er byrjaður í skólanum aftur og líst mér bara ágætlega á hagfræðitímana tvo, sem ég var í í dag, international trade og corporate finance theory. Þó mér til mikillar skelfingar komst ég að því að ég er í tveim tímum með mest óþolandi gaur í heimi. Þessi strákur var með mér í strærðfræði og tekst það sjaldgæfa afrek að fara í taugarnar í mér á hverjum degi.

Annars er ég með einn bandarískan prófessor, einn rúmena, einn þjóðverja og svo er hagfræðitími í annað skipti í röð kenndur af kínverskri konu. Ég er byrjaður að kaupa bækur og er nánast engin bók undir 95 dollurum, sem er um 8000 kall. Ég veit ekki hvernig þetta er heima, en mér finnst þetta helvíti mikið.

Próflok

Ok, ég er búinn í prófum. Það er alltaf dálítið skrítin tilfinning þegar önnin er búin. Ég er núna kominn í tveggja vikna frí. Fyrri vikuna verð ég bara hérna í Chicago og veit ég ekkert hvað ég á að gera. Ég er svo á sunnudag að fara niður til New Orleans.

Tímar

Ég er núna búinn að skrá mig í nýja tíma. Það eru tveir hagfræðitímar, corporate finance og international trade, einn stærðfræðitími, differential equations og svo þýsku tími, Themes in Faust. Þýskutímann er ég að taka vegna þess að mig vantar að uppfylla ákveðna grunn tíma og uppfyllir þýskutíminn “religion and values” hlutann. Gaman að því. Ég veit ekki hvað maður á að segja um þessa tíma, en mér líst þó bara ágætlega á þetta.

Vinnumarkaðs hagfræðitími

Ég er nú ekki vanur því að kvarta yfir tímum, sem ég er í. Það verður hins vegar að viðurkennast að vinnumarkaðs hagfræðitíminn, sem ég er í er svo leiðinlegur að það er nánast fáránlegt.

Prófahrina

Ég er búinn að vera í ansi skemmtilegri prófahrinu. Þess vegna hef ég ekkert skrifað á netið. Ég hélt alltaf að þegar ég væri búinn í prófunum að þá myndi ég hafa alveg fullt af segja. En ég hef ekkert að segja. Kannski að mér detti eitthvað í hug á morgun.

Ég er reyndar ekki alveg búinn, því að ég er að fara í stærðfræðipróf á morgun. Ég, af einhverjum ástæðum get bara ekki lært undir það próf. Sem betur fer er ég að fara að keppa í fótbolta í kvöld, þannig að ég hef góða afsökun fyrir því að vera ekki að læra.

Ráðgjafar

Ég var í fríi í skólanum eftir hádegi í dag og nýtti ég fríið við að hitta hina ýmsu ráðgjafa. Fyrst fór ég til námsráðgjafans míns, og vorum við að tala um það hvernig mér gengi að taka þá tíma, sem ég þarf á að halda. Ég er bara í furðu góðum málum, sérstaklega eftir að ég fékk metinn einn líffræði og einn efnafræðitíma úr verzló.

Ég fór svo til ráðgjafa, sem hjálpaði mér við að laga “resume”-ina mína. Ég er búinn að vera að vinna í atvinnumálum undanfarið, þar sem ég ætla að reyna að redda mér “internship” í sumar. Ég var líka að tala um ráðgjafann um hvaða störf ég vildi fara í. Ég þarf að fara ákveða það á næstunni, hvernig störf ég vil leita að í sumar. Valið snýst um tvo hluti, annars vegar markaðsstörf og hins vegar ráðgjafastörf. Ætli ég sækji ekki um störf á báðum sviðum og ákveði svo, hvað ég vilji gera.

Ritgerð og Ham

Ég var að vinna í ritgerðinni minn í gær og ákvað að hlusta á Lengi Lifi með Ham. Það er nokkuð gaman að hlusta á þessa snillinga, tónlistin er vissulega frábær, en þeir pældu sennilega ekki mikið í textunum.

I am going very far away
and I’m going to East L.A.
and I’m going to Smoky Bay.
oh yes oh yeah.
I’m going very far away
and I am going to East L.A.
I am going to JFK,
oh yes o yeah
Airport!