Apple hatur

Ég næ því ekki hvað gummijoh.net hefur svona voðalega mikið á móti Apple. Ég er nú Apple notandi og kann ágætlega við þetta fyrirtæki. Það er staðreynd að ef Apple hefði ekki verið til þá væri gummijoh ennþá að vesenast í DOS umhverfinu.

Annars hef ég ekkert sérstaklega mikið á móti Microsoft. Ég nota Microsoft Outlook og Explorer, einfaldlega af því að þau eru betri forrit en Eudora og Netscape. Hinsvegar er Windows 98 hrikalegur viðbjóður og kýs ég því frekar Mac OS9. Ég viðurkenni þó að Windows 2000 er betra, en ég á þó eftir að prófa Apple OSX, sem að sögn fróðra manna tekur Windows í nefið.

GSM

Það er dálítið magnað með GSM síma. Heima fara þeir frekar mikið í taugarnar á mér, sérstaklega í partýjum, þar sem fólk gerir ekkert annað en að tala í símann. Hérna í Bandaríkjunum eru svo mjög fáir með síma. En málið er bara að hérna er svo ofboðeslega erfitt að ná í fólk, sem er aldrei í herbergjunum sínum. Ég verð sennilega aldrei ánægður.

Mac OS X

Góðar greinar um Mac OS X eru hér. Núna eru bara 9 dagar þangað til að hægt verður að nálgast Beta útgáfu af OS X. Margir bíða spenntir.

Photoshop ofnæmi

Ég er búinn að fá svokallað Photoshop ofnæmi. Það felst í því að í hver skipti, sem ég sé Photoshop augað stara á mig á stikunni þá fæ ég hroll. Þegar ég verð stór ætla ég að finna upp tæki, sem gerir músina óþarfa.

PC

Ég er kominn á þá skoðun að allar PC-tölvur eru viðbjóður. Allavegana þá fokkast allar Blogger uppfærslurnar þegar ég geri þær af PC. En hins vegar virka þær alveg þegar ég uppfæri af Makkanum mínum. Ég veit ekki hvort ég er eitthvað geðveikur en svona er þetta nú. Þessi uppfærsla er gerð í PC, sjáum til hvort hún verður í lagi

Apple

Það var grein í Newsweek fyrir 2 vikum, þar sem Apple eigandi spyr sjálfan sig hvort það sé þess virði að vera trúr Apple. Vissulega er oft erfitt a¦ vera Apple notandi núna þegar Microsoft hefur einokun á öllum PC-markaðinum og flest forrit eru gerð upphaflega fyrir PC. Fyrsta tölvan mín var Macintosh Plus, sem ég átti í nokkur ár og reyndist mér mjög vel.

Ég færði mig svo yfir á PC og átti PC tölvur alveg þangað til að ég keypti mér iBook í haust. Fyrir mig þá hefur iBook tölvan mín reynst betur en PC-tölvurnar, sem ég átti. Stýrikerfið er einfaldlega mun betra en Windows. Einnig er uppsetning á öllum aukahlutum og forritum mun öruggari og einfaldari en á PC. Ég held þó að ég vilji sjá hvernig Mac OS X reynist áður en ég kaupi mér næstu Apple tölvuna