Uppboð 2006: Xbox og sjónvarp

Jæja, þá er það þriðji hlutinn af uppboðinu sem eru tæki.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og upphæðina strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

ATV 21 tommu sjónvarp

Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní svefnherbergi hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í tvö ár. Þótt ótrúlegt megi virðast þá nægir mér að hafa eitt sjónvarp og tvær tölvur á heimilinu. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 5000 kall

XBOX leikjatölva

Þetta er breytt XBOX tölva. Það þýðir að hún inniheldur 120GB harðan disk sem er með fullt af leikjum. Með tölvunni fylgja tveir stýripinnar. Þessi tölva er í góðu ástandi og leikirinir eru mjög fjölbreyttir. Ég seldi slatta af XBOX leikjunum í fyrra, en auk leikjanna á harða disknum fylgja eftirfarandi leikir í boxi með: Halo 1, Splinter Cell: Chaos Theory, NBA 2k3, Burnout Takedown og SSX3

Lágmarksboð: 5000 kall.

Uppboðinu lýkur á miðnætti á laugardag.

Uppboð 2006: DVD myndir

Jæja, þá er það annar hluti af uppboðinu mínu til styrktar börnum í Suð-Austur Asíu.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/10/22.02.42/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það DVD-bíómyndir sem eru boðnir upp. Uppboðið klárast klukkan 23.59 á föstudagskvöld.
Continue reading Uppboð 2006: DVD myndir

Uppboð 2006: DVD pakkar

Jæja, þá er það fyrsti hlutinn af uppboðinu mínu til styrktar börnum í Suð-Austur Asíu.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/10/22.02.42/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð. Eigum við ekki að segja að lágmarksboð sé 500 kall.

Hérna eru það sjónvarpsþættir á DVD diskum og bíómyndapakkar sem eru boðnir upp.

[Queer as Folk – breskt season 1](http://www.amazon.ca/Queer-As-Folk-UK-Pt/dp/B00005LQ6Z)
[Little Britain Season 1](http://www.amazon.co.uk/Little-Britain-1-Declan-Lowney/dp/B0001WHUEQ/sr=8-5/qid=1165765466/ref=pd_ka_5/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[The Office Season 1](http://www.amazon.co.uk/Office-UMD-Mini-PSP/dp/B000BI1Y2E/sr=1-7/qid=1165765488/ref=sr_1_7/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[The Office Season 2](http://www.amazon.co.uk/Office-2-Ricky-Gervais/dp/B00008W63T/sr=1-2/qid=1165765488/ref=pd_bowtega_2/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[Black Adder Season 1](http://www.amazon.co.uk/Blackadder-Complete-1-Martin-Shardlow/dp/B00004CZS8/sr=1-5/qid=1165765525/ref=sr_1_5/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[The Audrey Hepburn Collection – Box með 4 myndum: Breakfast at Tiffany’s, Sabrina, Funny Face og Paris when it sizzles](http://www.amazon.co.uk/Audrey-Hepburn-Collection-Box-Set/dp/B0000CGCXB/sr=1-1/qid=1165765543/ref=pd_bowtega_1/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[Chapelle’s Show Season 2 – bandarískt kerfi](http://www.amazon.co.uk/Chappelles-Show-Season-Uncensored-REGION/dp/B0006Q93CO/sr=1-2/qid=1165765565/ref=sr_1_2/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
Alfred Hitchcock Collection: The 39 Steps, The man who knew too much, The lady vanishes
Alfred Hitchcock Collection: BlackMail, Rich and Strange, Sabotage
[The Godfather 1-3 í pakka](http://www.amazon.co.uk/Godfather-Trilogy-Disc-Box-Set/dp/B000K0YKEW/sr=1-1/qid=1165765751/ref=pd_bowtega_1/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)

Þessi hluti uppboðsins stendur til kl 23.59 á föstudagskvöld.

Uppboð 2006: Hvað get ég gert?

Aðalsíða uppboðsins er hérna!!

Jæja, þá er komið að því. Í fyrra stóð ég fyrir uppboði hérna á síðunni, sem heppnaðist gríðarlega vel.

Ég safnaði yfir hálfri milljón króna með því að selja dót sem ég átti og með því að gefa hluta af laununum mínum. Í fyrra lýsti ég því ágætlega [af hverju ég væri að standa í þessu](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/10/9.38.15/). Þær forsendur hafa ekki breyst.

Núna er ástandið hjá mér þó auðvitað öðruvísi. Ég er ekki lengur í jafn vel launaðri vinnu og þar sem ég seldi svona mikið af draslinu mínu í fyrra, þá á ég auðvitað ekki jafnmikið í ár. En samt, þá er þetta slatti af dóti.

Ég [ferðaðist til Suð-Austur Asíu](https://www.eoe.is/gamalt/2006/09/16/11.33.23/) í haust og langar mig til þess að peningurinn fari á það landsvæði. Mér leið afskaplega vel með framlag mitt í fyrra og fyrir þessi jól vil ég líka leggja mitt af mörkunum. Einsog áður getur fólk boðið í eigur mínar og ef einhverjir vilja koma með frjáls framlög, þá getiði sent mér póst á einarorn@gmail.com. Ég býst við að framlagið mitt muni fara til munaðarleysingjahælis í Laos eða þá til OXFAM.

[Hérna að neðan er komin inn fyrsti hlutinn, en það eru sjónvarpsþættir á DVD diskum](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/10/22.00.42). Þetta mun virka einsog í fyrra, þú setur einfaldlega inn tilboðið sem ummæli við færsluna. Ég mun reyna að setja inn nýja hluti á hverjum degi næstu daga. Mun m.a. bjóða upp DVD myndir, geisladiska, bækur, sjónvarp og leikjatölvu.

Nota bene, ef einhverjir vilja leggja til hluti til þess að bjóða á þessu uppboði, þá getiði sent mér póst. Takk takk 🙂

Einsog í fyrra þá er ég mjög þakklátur ef fólk nennir að vísa á þetta uppboð á sínum síðum. Því fleiri sem vita um þetta, því hærri ættu framlögin að vera. Ég er búinn að búa til [síðu um þetta á eoe.is/uppbod](https://www.eoe.is/uppbod).

Uppboð

Ég gleymdi alltaf að setja hérna inn bréfið, sem ég fékk frá Oxfam sem staðfestingu fyrir framlagi mínu eftir [uppboðið](https://www.eoe.is/uppbod/), sem ég stóð fyrir í desember.

Framlagið endaði í 7.472 dollurum, sem var þá um 500.000 krónur en myndu í dag vera um 535.000 krónur.


Ástæðan fyrir að ég birti þetta núna er að ég fann bréfið í gríðarlegri tiltekt, sem ég hef staðið í í dag. Það er magnað hvað maður gerir þegar maður nennir ekki að hugsa um suma hluti. Ég er búinn að fylla þrjá fimm ruslapoka af drasli og svo er ég líka búinn að ákveða að vera með annað uppboð fyrir næstu jól. Er kominn með eitthvað af dóti í það og ætla líka að skoða hvort að fólk í kringum mig eigi ekki eitthvað sniðugt til að bjóða upp.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

Peningurinn, sem safnaðist í uppboðinu fór allur til hjálparstarfs Oxfam í Mið-Ameríku – Hondúras, Níkaragva, Gvatemala og El Salvador. Vonandi að þetta nýtist vel.

Endalok uppboðsins

oa_logo.gifJæja, uppboðinu er lokið. Það tók yfir tvo mánuði að klára öll mál tengd þessu átaki mínu.

Ég seldi nánast allt geisladiska- og dvd safnið mitt ásamt alls konar dóti, sem ég hafði litla þörf fyrir í mínu lífi.

Íbúðin og geymslan mín eru aðeins tómlegri en fyrir, en þó finn ég ekki mikið fyrir því´að þetta dót sé farið. Sem segir ansi mikið um það hversu mikið af drasli manni tekst að safna saman í gegnum árin.

Ég fékk einnig frjáls framlög frá fólki í kringum mig og fólki, sem les þessa síðu og einnig gaf ég sjálfur aðeins meira en 15% af desember laununum mínum.

Niðurstaðan? Jú, ég safnaði samtals:

500.000 krónum

Það er svo miklu, miklu meira en ég átti von á í upphafi. Viðbrögðin voru miklu meiri en ég vonaðist eftir og ég hef haft ótrúlega gaman af því að standa í þessu. Ég hef talað við fullt af skemmtilegu fólki útaf þessu og þetta hefur víða vakið athygli.

Ég vil þakka öllum, sem tóku þátt í þessu. Sérstakt hrós fær Ólöf frænka mín, sem gaf peninga sem hún safnaði með því að safna saman dósum í hverfinu sínu. Ég þakka öllum, sem keyptu hluti á uppboðinu og sem lögðu sína peninga í þetta átak með mér. Ég er viss um að peningnum okkar er vel varið hjá Oxfam.

Peningurinn allur (um 7.500 dollarar) mun allur fara til hjálparstarfs Oxfam í Mið-Ameríku, þar sem hálf milljón króna er mikill peningur. Ég millifærði peningana til Oxfam síðasta föstudag og ég treysti Oxfam mjög vel til þess að koma þessum peningum í góðar hendur. Ég mun setja inn hérna staðfestingar frá Oxfam fyrir peningagjöfinni þegar þær koma.

Uppboðið – Lokahlutinn

stelpur-midam.jpgÝmislegt hefur gert það að verkum að það hefur dregist hjá mér að klára öll mál í tengslum við [uppboðið](https://www.eoe.is/uppbod), sem ég stóð fyrir í desember. Allavegana, núna ætla ég að klára þau mál. Fyrir það fyrsta, þá var mun meiri vinna að koma hlutunum út en ég hafði gert mér grein fyrir. Enn hafa til að mynda nokkrir hlutir ekki verið sóttir, þrátt fyrir að ég hafi sent fjölda tölvupósta á viðkomandi. Einnig hef ég haft mjög mikið að gera undanfarnar vikur og því hefur þetta tafist. En núna ætla ég að klára málin. 🙂

Fyrir það fyrsta ætla ég að opna á frjáls framlög frá fólki. Í öðru lagi er ég búinn að ákveða hvert peningarnir eiga að fara. Og í þriðja lagi, þá ætla ég að bjóða upp nokkra hluti í viðbót.

* * *

Til að byrja með, þá hefur safnast á uppboðinu alls 310.400 krónur. Einhverjir hlutir voru aldrei sóttir, en þetta er peningurinn sem hefur skilað sér inn. Auk þessa, þá hef ég safnað 100.000, sem er bæði mitt eigið framlag, sem og framlög frá fjölskyldu og vinum.

Upphæðin er því alls komin uppí **410.400 krónur** fyrir lokahlutann.

* * *

Ég hef ákveðið eftir talsverða skoðun að peninguinn fari allur til [OXFAM](http://www.oxfamamerica.org). Ég hef skoðað ansi mörg samtök og Oxfam eru samtök, sem nánast allir tala vel um. Samtökin vinna [útum allan heim](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work) en framlagið okkar mun þó fara til starfa í [Mið-Ameríku](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work/camexca). Þar vinna samtökin að ýmsum málefnum, sem hægt er að lesa um [hér](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work/camexca).

* * *

Ef þú vilt leggja inn framlag í þessa söfnun mína, þá getur þú lagt pening inná reikninginn minn: Reikningurinn er 546-26-1708. Kennitalan mín er 170877-3659. Allur peningurinn mun renna til Oxfam í Mið-Ameríku.

* * *

Varðandi það, sem ég á eftir að bjóða upp
Continue reading Uppboðið – Lokahlutinn

Uppboð: Geisladiskar – pakkar 2

Hérna er það seinni hlutinn í geisladiskauppboðinu, það er það, sem seldist ekki fyrir jól. Aðeins er hægt að bjóða í heila pakka. Það er t.d. allan Pink Floyd pakkann, eða allan Brit Pop pakkann.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan.

Uppboði lýkur á miðnætti á mánudag.

* * *
Continue reading Uppboð: Geisladiskar – pakkar 2

Uppboð: Geisladiskar – pakkar 1

Jæja, best að klára þessi uppboðsmál. Núna ætla ég að bjóða upp restina af geisladiskunum mínum, sem fóru ekki á uppboðinu fyrir jól. Einungis er hægt að bjóða í heilu pakkana. Það er, þú verður að bjóða í alla diskana í Suður-Ameríkupakkanum eða íslenska pakkanum. Ekki er hægt að bjóða í einstaka diska. Fleiri diskapakkar koma inn á morgun.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan.

Uppboði lýkur á miðnætti á mánudag.

* * *
Continue reading Uppboð: Geisladiskar – pakkar 1

Við lok uppboðsins

Jæja, uppboðinu er lokið. Fyrir það fyrsta, ef þú bauðst í eitthvað en hefur ekki enn fengið póst frá mér, sendu mér þá [línu](https://www.eoe.is/ummig) og þá geturðu nálgast hlutinn. Í kvöld hef ég verið að afhenda slatta af dóti úr uppboðinu, en á eftir að senda útá land og enn er fullt af dóti, sem hefur ekki enn verið sótt.

En þetta er búin að vera miklu meiri vinna en ég gerði mér grein fyrir í upphafi, þannig að ég hef ekki enn getað svarað öllum póstum, sem ég hef fengið um þetta allt saman.


Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir mig. Þetta er búið að vera mjög gefandi og ég gerði mér enga grein fyrir því hversu mikla og góða athygli þetta myndi vekja. Ég hef hitt fulltaf fólki og fengið ótrúlega indælar tölvupósts-sendingar.

Umfjöllunin um þetta hefur líka verið ansi viðamikil. Auðvitað hefur þetta vakið athygli í bloggheimum, en líka í hefðbundnum fjölmiðlum. Ég komst í DV og lenti þar á forsíðu, auk þess sem að það var nær heilsíðugrein um uppboðið. Svo var viðtal við mömmu daginn eftir. 🙂

Sama dag og greinin birtist í DV, þá kom viðtal við mig á NFS. Fyrir þá, sem hafa áhuga þá er [hægt að horfa á viðtalið hér](http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=19010&progId=7588). Þú þarft bara að spóla svona 48 mínútur inní myndbandið til að sjá viðtalið við mig, sem ég held að hafi heppnast nokkuð vel.

Síðan kom viðtal við mig í Mogganum síðasta laugardag.


Umfjöllunin í bloggheimum hefur náttúrululega verið mikil. Flestar heimsóknir komu af stóru linkasíðunum, Geimur og B2. Svo linkuðu nokkrar vinsælustu bloggsíður landsins á þetta, svo sem hjá Manúelu, Katrínu, Dr. Gunna og Stefáni Páls og fullt af fleirum. Það væri of langt mál að telja alla upp eða kommenta hjá öllum, en ég vil bara þakka öllum sem linkuðu á uppboðið. 🙂

Það er líka greinilegt að þetta hefur snert marga og fjölmargir hafa fengið hugmyndir út frá þessu framtaki mínu. Og það er frábært að mínu mati. Þetta er svipað og með ferðalög. Það þarf bara að drífa sig af stað og gera eitthvað. Ekki bara að láta það naga sig að hafa ekki gert neitt. Það þarf engin sérstök frumlegheit, bara að finna sér gott málefni og styðja það reglulega.

En ég þarf að reyna að klára að koma út öllum varningnum og eflaust verða einhverjar tafir fram yfir jól, þar sem ég þarf víst líka að kaupa jólagjafir handa fjölskyldunni. En ég mun skrifa meira um þetta þegar ég hef séð lokaupphæðina, sem kemur inn (væntanlega nálægt 300.000 krónum) og þegar ég hef ákveðið hvernig peningnum verður varið.

En þangað til: Takk!