Davíð og Geir byrjaðir að hækka skatta

Jammm, Davíð og Geir eru strax byrjaðir [að hækka skatta](http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1114398) eftir að hafa boðað skattalækkanir. En auðvitað er þetta bara áfengisgjald á sterk vín og það vita allir að við, sem drekkum gin, vodka, koníak eða aðra slíka drykki erum hvort eð er bara fyllibyttur, sem höfum ekki gott af því að vera að drekka. Þess vegna eru þessar skattahækkanir gríðarlega góðar fyrir okkur öll. Ekki satt?

Athyglisvert að þetta er klárað á einu kvöldi inní þingi. Íhaldið vill fá meira lof fyrir skattalækkanir, en reynir svo að þagga niður skattahækkanir.

4 thoughts on “Davíð og Geir byrjaðir að hækka skatta”

  1. hvernig er þetta… sögðust herr davið og félagar ætla að lækka skatta almennt, eða bara tekju og eignaskatta, fyrir síðustu kosningar???
    bara að spá hvort þeir séu að svíkja enn eitt loforðið eða hvort þeir séu að reyna að finna leið í kringum það sem þeir voru búnnir að lofa… 😡

  2. Þeir sögðust ætla að lækka tekjuskatt en gleymdu að minnast á það að þeir ætluðu að hækka öll gjöld og skatta á móti.

  3. Já held þetta séu skýr skilaboð til okkar. Áfengisgjaldið hækkar og barnabæturnar líka = Hætta drekka og djamma og byrja hrúga niður krökkum í staðinn.

    Alltaf jákvætt að fá föðurlegar leiðbeiningar frá ríkinu um hvernig best sé að haga sér í lífinu. :tongue:

  4. Nákvæmlega! Ekki nóg með það, heldur fáum við líka leiðbeiningar um það hvaða áfengi við eigum að drekka, þar sem gjald á bjór hækkar ekkert. Ég veit ekki um aðra, en ég verð alveg jafn vitlaus af því að drekka bjór og vodka. Þetta er allt spurning um magn 🙂

Comments are closed.