Dóp

Þetta er athyglisvert: [Dópsalar í Reykjavík](http://www.dopsalar.blogspot.com/). (via [Maju](http://abuse.is/web/majae/index.php?p=467&c=1))

Ég er reyndar *alls ekki* hrifinn af því að menn setji sig í einhvern dómstól götunnar og gefi upp nöfn á mönnum, sem þeir hafi heyrt að séu dópsalar. Lögreglan á auðvitað að sinna þessu, en það er einnig skrítið ef að hún hefur ekki áhuga á málinu.

Einnig er athyglisvert að það virðist færast í aukana að fólk stofni Blogspot síður um umdeild málefni. Sá síðu um DC++ málið, sem enginn bar ábyrgð á (hún virðist reyndar hafa verið tekin niður). Á þessari dópsala síðu er hins vegar allt efnið birt undir nafni og viðkomandi segir sögu sína af samskiptum við dópsala. Auk þess að birta nöfn er svo opið fyrir umræður á vefnum, þar sem fólk er að tjá sig með eða gegn þessari nafnbirtingu. En frásaga mannsins af tilurð þessa lista er nokkuð mögnuð.

**Uppfært**: Eftir því, sem umræðurnar um þetta mál á síðunni aukast finnst manni þetta ávallt ósmekklegra. Þarna virðast vera að kommenta fólk, sem þekkir til í þessum málum og heldur því fram að þeir, sem séu þarna nefndir séu margir hverjir löngu komnir útúr rugli.

One thought on “Dóp”

  1. já ég veit ekki hvað ég á að segja umþessa síðu, þetta er nu upplýsingar um annað folk sem þér kemur nattla ekki við, en ég veit hverjir sumir þarna eru og ekki allir að selja þarna. En það eru svo mjög margir sem nota dop eða það sem ég er aðalega hugsa um er hassið að þú getur ekki ýmindað þér það frá krökkum upp í eldra folk, en ég er ekki að segja að mér finnst sniðugt að reykja en ég er ekki á moti því, en að setja upplysingar á netið er aðeins of langt gengið! FINNST ÞÉR ÞAÐ EKKI????????
    kveðja ‘með og á móti’

Comments are closed.