Drukkið meðal sósíalista

Ég og Hildur erum að fara í Co-op partí á eftir. Það er partí haldið í co-op húsinu, sem er stórt einbýlishús, þar sem um 30 vinstri-sinnaðir Northwestern nemendur búa. Þar búa m.a. tvær vinkonur mínar, sem kusu báðar Ralph Nader. Það er nokkuð furðulegt að flestir vinir mínir hér eru mjög róttækir. Heima á Íslandi var ég alltaf talinn meðal vinstrimanna í mínum vinahóp. Ég held að allir mínir bestu vinir (-1) heima séu hægrimenn. Hérna er ekki einn vinur minn repúblikani

Margar eftirminnilegustu stundir mínar hér í Bandaríkjunum hafa verið tengdar þessum Co-op partíjjum. Spurning hvort eitthvað gerist í kvöld. Þarna er allavegana alltaf nóg af ódýrum bjór og einhverjum punch, sem er búinn til með EverClear (95%).

Ég held mig bara við bjórinn. Það er alltaf tunna niðrí kjallaranum, þar sem svona sextíu manns eru vanalega samankomnir í fimmtíu gráðu hita. Uppi er svo einhver hljómsveit, sem spilar í einni stofunni. Svo er það skylda í bandarískum háskólapartíum að það sé að minnsta kosti ein stelpa ælandi inní eldhúsi eða inná baði.