Dylan kemur

Já já, Dylan er víst á leiðinni til Íslands. Það er fagnarðarefni. Ég sá hann fyrir tæpum fjórum árum (linkur á ferðasögu) ásamt Willy Nelson á baseball velli í Kansas. Það voru verulega góðir tónleikar, sérstaklega þegar að Dylan og Nelson sameinuðust á sviðinu og tóku Heartland. Set listinn hjá Dylan á þeim tónleikum var svona:

  1. Maggie’s Farm
  2. Tonight I’ll Be Staying Here With You
  3. Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
  4. Heartland (with Willie and his sons)
  5. Tweedle Dee & Tweedle Dum
  6. Positively 4th Street
  7. Highway 61 Revisited (Elana Fremerman on violin)
  8. Tryin’ To Get To Heaven (Elana Fremerman on violin)
  9. High Water (For Charley Patton)
  10. Honest With Me
  11. Ballad Of Hollis Brown (acoustic)
  12. Summer Days (Tommy on guitar) (encore)
  13. Like A Rolling Stone
  14. All Along The Watchtower

Einsog sést, þá eru þarna ekkert alltof mörg mjög þekkt lög. Hann tekur sennilega ekki nema tvö lög sem kæmust inná topp 10 hjá mér (Watchtower og Rolling Stone) – en þarna eru samt frábær lög inná milli. En bara það að vera úti í 30 stiga hita í hjarta Bandaríkjanna að hlusta á Willie og Dylan spila Heartland hlýtur að vera einn af topp-punktunum á þeim tónleikum sem ég hef farið á um ævina.

Það er alveg ljóst að Egilshöllin mun ekki toppa baseball völl í Kansas sem staðsetningu fyrir svona tónleika, en ef við skoðum set-listann á síðustu tónleikum Dylan í Buenos Aires, þá lítur hann svona út

  1. Rainy Day Women #12 & 35 (Bob on electric guitar)
  2. Lay, Lady, Lay (Bob on electric guitar)
  3. Watching The River Flow (Bob on electric guitar)
  4. Masters Of War (Bob on keyboard)
  5. The Levee’s Gonna Break (Bob on keyboard, Donnie on electric mandolin)
  6. Spirit On The Water (Bob on keyboard and harp)
  7. Things Have Changed (Bob on keyboard)
  8. Workingman’s Blues #2 (Bob on keyboard)
  9. Just Like A Woman (Bob on keyboard and harp)
  10. Honest With Me (Bob on keyboard)
  11. When The Deal Goes Down (Bob on keyboard)
  12. Highway 61 Revisited (Bob on keyboard)
  13. Nettie Moore (Bob on keyboard, Donnie on viola)
  14. Summer Days (Bob on keyboard)
  15. Like A Rolling Stone (Bob on keyboard)
  16. Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again (Bob on keyboard)
  17. All Along The Watchtower (Bob on keyboard)
  18. Blowin’ In The Wind (Bob on keyboard and harp, Donnie on violin)

Þarna er auðvitað munur á því að set-ið er fjórum lögum lengra.  Og þarna eru líka komin inn þrjú algjörlega æðisleg lög sem ég held mikið uppá í Just Like a woman, Masters of War og Blowin in the wind.  Auðvitað bætast líka við lög af Modern Times og mér sýnist hann vera með uppáhaldslögin mín af þeirri plötu, það er Spirit on the water og Workingman’s Blues #2.  Einnig eru komin inn góð lög einsog Rainy Day Women (sem mér finnst reyndar leiðinlegasta lagið á Blonde on Blonde, sem er besta plata allra tíma) og Things have changed.

* * *

Málið er einfaldlega að ég gæfi gríðarlega mikið fyrir að hafa verið í Royal Albert Hall árið 66 og hlustað á Bob með alla sína rödd sitja í rólegheitunum og syngja Visions of Johanna og Desolation Row.  Það hefði verið stórkostlegt.  En ég verð að sætta mig við að ég var ekki fæddur þá og mun aldrei sjá minn uppáhaldstónlistarmann á hátindi ferilsins.  Ég get hins vegar séð hann núna með þeim kostum og göllum sem því fylgja.

Það er hægt að fara á Dylan tónleika með tvenns konar hugarfari.  Annars vegar með því að búast við því að hann syngi eins vel og ’66, spili Sad Eyed Lady og Visions of Johanna og geri allt einsog á plötunum í gamla daga.  Það er hins vegar ekki að fara að gerast.  Dylan er 66 ára gamall, röddin er skemmd og hann spilar ekki lögin sem við vildum kannski helst að hann myndi spila.  En það breytir því ekki að það að sjá þessa goðsögn, þennan mesta tónlistarmann sögunnar, er stórkostleg upplifun.  Ef fólk vill hlusta á Dylan einsog hann var þá, þá verður það að hlusta á hann af plötum.  En það er líka hægt að fara með því hugarfari að þetta sé tækifæri til að sjá þennan snilling á seinni árum ævinnar takandi mörg af bestu lögum allra tíma – kannski í breyttum útgáfum og með öðruvísi söng.

En þetta er samt Bob Dylan.

7 thoughts on “Dylan kemur”

  1. Öfunda þig að hafa séð hann spila “Positively 4th Street”. Setlist-inn “minn” í NY í nóvember 2006 var þessi…

    Maggie’s Farm
    She Belongs To Me
    Honest With Me
    Spirit On The Water
    It’s Alright, Ma (I’m Only Bleeding)
    When The Deal Goes Down
    High Water (For Charley Patton)
    Visions Of Johanna
    Rollin’ And Tumblin’
    Ballad Of A Thin Man
    Tangled Up In Blue
    Nettie Moore
    Highway 61 Revisited
    Thunder On The Mountain
    Like A Rolling Stone
    All Along The Watchtower

    Þó svo ég hafi þekkt nokkur lög á tónleikunum einungis á textanum þá fannst mér tónleikarnir hans frábærir, einmitt af þeirri ástæðu sem þú nefnir, að sjá mesta tónlistarmann sögunnar performa live.

  2. “Mesta tónlistarmann sögunnar.”

    Ég fíla Dylan eins mikið og næsti maður, og sá fílingur eykst bara með aldrinum, en hann er ekki mesti tónlistarmaður heims. Ekki eins og ég hugsa mér tónlistarmenn. Hann er einn besti lagahöfundur allra tíma, ef ekki sá besti, en tónlistarmaður? Hugsa að menn eins og Prince, Elton John, Bítlarnir og margir fleiri hafi eitthvað út á þá nafnbót að setja.

    Annars er snilld að kallinn sé að koma, þótt hann sé orðinn gamall. Það verður mjög spes að sjá hann. Vona að hann syngi “All along the watchtower”, sem hann virðist yfirleitt gera miðað við settlistana ykkar Sigurjóns hér að ofan.

  3. Held að þetta sé pæling sem flestir þyrftu að hugsa um áður en þeir fara á Dylan tónleika. Maðurinn á það ógrynni af lögum að það tæki hann eflaust nokkra daga á sviði að fara í gegnum allan bunkan. Að sjálfsögðu fara margir, ef ekki flestir, á svona tónleika með því hugarfari að hann spili bara ,, all time favourites”.

    Mig grunar að flestir sem hafi gefið sér tíma til að hlusta á Dylan, eigi sér allir uppáhalds lög sem ekki hafa fylgt mainstreaminu.

    Einhverntíman datt mér í hug þegar ég var að hlusta á Dylan, að allir gætu fundið eitt lag í Dylan safninu sem þeir gætu tengt sig við. Það er einmitt það sem gerir hann að svo frábærum tónlistarmanni í mínum huga.

    Annars er það alltaf eitthvað við lagið Lay Lady Lay með honum sem gerir allt svo áhyggjulaust. Ótrúlegur raddmunur þar hjá honum og öðrum lögum hjá honum á þessum tíma.

  4. Já, nákvæmlega Rúnar. Ég á 5-6 uppáhaldslög sem ég veit að er ekki sjens á að hann spili á svona tónleikum.

    Og Kristján, ég ætla ekki að svara þessu Elton John kommenti nema með því að ég er ósammála þér.

    Sigurjón, ég held að útgáfan af “Positively 4th Street hafi ekki verið neitt æði – allavegana ver hún ekki sérlega minnistæð frá tónleikunum.

Comments are closed.