E

Ég elska nýju plötuna með Eels: [Blinking Lights And Other Revelations](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0007Y8AMO/qid=1115676875/sr=8-1/ref=pd_csp_1/002-1438396-3831250?v=glance&s=music&n=507846).

Elsk’ana!

33 lög, 90 mínútur af frábærri tónlist. Besta plata ársins hingað til. Ekki nokkur spurning. Hef verið að hlusta á hana síðustu kvöld og ég er loksins núna að skilja almennilega hversu góð þessi plata er. Þið, sem hafið aldrei hlustað á Eels, gefið honum sjens. Þið sjáið ekki eftir því.

5 thoughts on “E”

  1. Nákvæmlega! You beat me to it! Ætlaði að skrifa ítarlegan pistil um þessa plötu á minni síðu í dag eða á morgun, ég hef ekki hlustað á neitt annað síðan ég keypti hana á fimmtudaginn! Stórgóð plata!

    Ég elska E, hann veldur mér aldrei vonbrigðum… þetta er vafalítið hans besta stykki síðan ‘Electro Shock-Blues’ fyrir sjö árum síðan…

  2. Jamm, fínn pistill hjá þér. Er einmitt að hlusta á hana núna seinnipartinn í vinnunni. Æði æði æði æði! 🙂

  3. ég tel mig sennilega vera mesta EELS aðdáenda á Íslandi , ota henni að öllum sem ég hitti og því er gaman að vita af öðrum sem kunna að meta snilldina sem Mark Oliver Everett færir okkur.

    Blinking Lights er stórkostleg í alla staði, að mínu mati næst besta plata EELS, á eftir Electro-Shock Blues.

Comments are closed.