Eurovision, Che og ferðalög

Við erum víst komin til Stokkhólms eftir frábæra viku á skíðum í Frakklandi. Ég og Margrét eyddum líka hálfum degi í Genf þar sem við skoðuðum 2-3 túristastaði og hittum fyrir tilviljun Evu vinkonu okkar á kaffihúsi (sjá myndir). Þetta var algjörlega frábært frí.

Helgin áður en við fórum á skíði var líka frábær. Ég djammaði með nokkrum strákum á Hotellet og Solidaritet á föstudagskvöldinu og svo fórum við á Árshátíð Íslendingafélagsins í Stokkhólmi á laugardagskvöldinu, sem var líka afskaplega skemmtilegt. Þessi helgi er búin að vera eitthvað rólegri. Við Margrét fórum á Che í bíó í gær. Hún var nokkuð góð. Ég hafði ekki hugmynd um það fyrir myndina, en hún er víst í tveimur hlutum og kemur seinni hlutinn ekki í bíó fyrr en eftir mánuð. En fyrri hlutinn er góður, allavegana fyrir áhugamenn um Suður-Ameríska byltingaleiðtoga einsog mig. Eftir bíóið kíktum við svo ásamt vinum á einn bar hérna á Söder. Í kvöld ætla ég að taka því rólega á meðan að Margrét fer á djammið.

* * *

Það er visst afrek að mér skuli hafa tekist að flytja frá Íslandi til lands þar sem Eurovision áhuginn er enn meiri og geðveikari. Hérna í Svíþjóð er áhuginn fyrir undankeppni Eurovision, sem heitir Melodifestivalen, með ólíkindum. Öll blöð eru full af fréttum um keppendurna og þetta er langvinsælasta sjónvarpsefnið hér. Ég held að undankeppniskvöldin hafi verið allavegana 10, en árangurinn var ekki eftir því. Eftir allt þetta umstang og áhuga, þá er niðurstaðan sú að þetta lag verður framlag Svía.

Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að lýsa þessu lagi.

* * *

Chelsea, Man United og Everton töpuðu ÖLL í leikjum í dag. Af hverju geta ekki allir dagar verið svona?

2 thoughts on “Eurovision, Che og ferðalög”

Comments are closed.