Eyðsla

Partur af vinnu kvöldsins var að fara í gegnum alla pappíra hérna heima. Ég fæ bæði reikninga fyrir Serrano og mína eigin hingað heim í Vesturbæinn.

Allavegana, ég var að fara í gegnum VISA reikninginn minn. Það er athyglisvert plagg. Ég er með helstu reikninga einsog afborganir af lánum, húsfélagi og slíku í heimabankanum, en **allt annað** borga ég með kreditkortinu mínu. Því get ég auðveldlega tekið saman hvaða fyrirtæki njóta minna viðskipta og í hvað peningarnir mínir fara.

Þegar ég tek þetta saman, þá sé ég að ég eyði peningum beisiklí í mat, djamm og bensín. That’s it! Nota bene, þetta er semsagt yfir mánaðartímabil og ég er ungur karlmaður á lausu og bý í eigin húsnæði í Vesturbænum. Þetta eru hæstu útgjöldin.  (þess ber auðvitað að geta að ég fæ matinn á Serrano ókeypis, en verðmæti þess matar myndi sennilega fara yfir innkaupin úr Melabúðinni).

1. N1. Sjitt hvað þetta safnast saman. Núna keyri ég ekkert sérstaklega mikið (eða finnst það allavegana ekki). Ég man ekki eftir að hafa keypt neitt annað en bensín hjá N1, þannig að þetta er bensínkostnaðurinn minn þennan mánuðinn. Ég fékk sjokk þegar ég tók töluna saman.
2. Melabúðin. Fyrri hluti matarkostnaðarins.
3. Nóatún. Ég versla semsagt í tveim dýrustu búðunum í hverfinu. Myndi eflaust spara eitthvað með því að kaupa í Bónus, en ég er einfaldlega svo latur við að versla að ég nenni því ekki. Þetta myndi eflaust breytast ef ég væri að kaupa fyrir fleiri en einn.
4. Vegamót. Þetta er nú ekki svo slæmt. Upphæðin á Vegamótum hefur oft verið hærri en þennan mánuð.
6. Hreyfill / BSR. Úfffff! Ég sem hleyp oftast heim úr bænum. Held örugglega að parturinn af þessu sé vegna þess að ég var í partíum í Kópavogi.
7. Kaffitár. Nokkuð góður árangur það. Ég sinni mjög mikið af skrifstofustörfum mínum á Kaffitári, þannig að þetta er í góðu lagi.
8. Players. Já, það er dýrt að fylgjast með fótbolta! Hægt að bæta við þetta Sýn og Enska boltanum. Þetta er furðu dýrt áhugamál
9. Ölstofan
10. Eldsmiðjan

Aðrir á listanum: Sólon (matur), McDonald’s, Barinn, Nasa, Hamborgarabúllan, Krua Thai, Hlölli, Kaffibarinn, Café París, Kaffi Róma og Bæjarins Bestu.

Líf mitt snýst semsagt officially um mat og djamm.

13 thoughts on “Eyðsla”

  1. hehehe… fótbolti er “furðu” (dýrt) áhugamál.. mér finnst dýrt algerlega undanskilið. Annars finnst mér fótbolti krúttlegt áhugamál…

  2. Krúttulegt áhugamál? Ha?

    Annars þá gleymdi ég ýmsu við fótboltakostnaðinn. Þennan mánuðinn var það 4.000 kall á Players, Sýn áskrift, Enska bolta áskrift og svo gjald fyrir það að spila fótbolta 2svar í viku í Sporthúsinu.

    En lífið væri ekki eins skemmtilegt án fótbolta. 🙂

  3. Lífið væri sko ekki nálægt því eins skemmtilegt án fótbolta, minna til að fara í þunglyndi yfir, minna til að gleðjast yfir, minna til að stressa sig yfir og minna til að rífast og rökræða um!!!!! Fótbolti er lífið 😉

  4. NÁKVÆMLEGA! Ég held að ég fái útrás fyrir ansi margar tilfinningar með því að spila og horfa á fótbolta.

    Ég get hreinlega ekki ímyndað mér hvernig lífið væri án fótbolta. 🙂

  5. Þú ættir að prófa að þjálfa fótbolta….ÞAÐ tekur á taugarnar!

  6. Hehehe…gott að auglýsa staðina sem þig er helst að finna á…svona vegna þess að þú ert single. Hahaha…sorry, þekki þig ekkert en rakst inn á síðun þína og fannst þetta e-ð svo augljóst 😉

  7. Vá, Jóhanna. Vá!

    Ólíkt því sem margir virðast halda þá miða ekki öll skrif og allar myndbirtingar á þessari síðu að því markmiði að ná mér í stelpur. Ég er sennilega á þessum stöðum frá svona 3-10 klukkutíma í mánuði í mesta lagi. Ef einhver stelpa væri nógu klikkuð til að vakta þessa staði, þá myndi ég annaðhvort giftast henni eða mæla með geðlækni handa henni.

  8. Hahaha, eins og ég sagði þá þekki ég þig ekkert. Rakst bara á síðuna þína af Liverpool-blogginu og fannst þetta blasa e-ð svo við 😉

    Vá, Einar. Vá!
    🙂

  9. “Ég versla semsagt í tveim dýrustu búðunum í hverfinu.”

    Því miður þá er þetta rangt, þar sem að þú virðist ekki versla í 10-11 🙂

  10. ohh þetta er svipað og hjá mér.. nema ég eyði sennilega minna í bensín þar sem ég get labbaði í vinnuna..

    og svissaðu út melabúðinni fyrir 10/11 austurstræti (sem er dýrasta 10/11 SVEI!)

Comments are closed.