Ferðalög

Ég elska ferðalög og get varla ímyndað mér að vera á sama staðnum í of langan tíma. Ég hef ferðast til ansi margra landa og farið í nokkrar lengri bakpokaferðir. Ætlunin er að halda utan um þessar ferðir á þessari síðu. Þetta verður þó sennielga alltaf “í vinnslu”

Fyrir það fyrsta þá eru þetta löndin sem ég hef ferðast til

Þetta eru eftirfarandi lönd (55 alls):

Norður-Ameríka: Bandaríkin, Kanada, Mexíkó
Mið-Ameríka: Bahamas, Belize, Kúba, El Salvador, Gvatemala, Hondúras
Suður-Ameríka: Argentína, Bólivía, Brasilía, Chile, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Perú, Úrúgvæ, Venzuela
Evrópa: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Króatía, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Liechtenstein, Lúxembúrg, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rússland, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Bretland, Ítalía, Vatíkanið
Mið-Austurlönd: Tyrkland, Líbanon, Sýrland, Jórdanía, Ísrael
Asía: Kambódía, Laos, Tæland, Víetnam, Indónesía, Indland, Bangladesh
Afríka: Egyptaland.

Ferðasögur

Síðustu ár hef ég skrifað ferðasögur frá lengstu ferðalögunum og ætla ég smám saman að koma þeim inná þessa síðu. Hægt er að nálgast allar ferðasögurnar hérna

Indlandsferð 2011

  1. Mumbai
  2. Hellar og Udaipur
  3. Götuhundar og heilagar kýr
  4. Thar eyðimörkin
  5. Bleika borgin
  6. Indversk geðveiki
  7. Höfuðborgin Delhi
  8. Punjab
  9. Agra og Taj Mahal
  10. Líkbrennsla við Ganges ána
  11. Punktar um Indland og Indverja
  12. Fjallaloft í Darjeeling
  13. Eh, Bangladess
  14. Bitinn
  15. Kolkata
  16. Paradís?
  17. Ferðalok
  18. Indlandsferð eftirmáli 1: Praktískir hlutir

Egyptalandsferð 2010

Um páskana 2010 fórum við Margrét í 10 daga ferð til Egyptalands þar sem við heimsóttum Karíró og Alexandríu og köfuðum í Rauða Hafinu hjá Sharm el-Sheikh.

  1. Kaíró
  2. Píramídarnir
  3. You’re a lucky man
  4. Rauða Hafið

Indónesíuferð 2009

Sumarið 2009 fórum við Margrét í 4 vikna ferð um Indónesíu þar sem við fórum á eyjarnar Jövu, Balí, Lombok, Gili Trawangan og Borneo.

  1. Bangkok og Jakarta
  2. Java
  3. Frá Jövu til Bali
  4. Strandlíf
  5. Sautján þúsund eyjar
  6. Í regnskógum Borneo
  7. Bali
  8. Ferðalok
  9. Myndir og bækur

Mið-Austurlönd 2008

Vorið 2008 fór ég í 8 vikna ferð til Mið-Austurlanda. Ég byrjaði í Líbanon, fór svo til Sýrlands, Jórdaníu og Ísrael.

  1. Beirút
  2. Frá Beirút til Tripoli
  3. Stríðsyfirlýsing
  4. Guði sé lof fyrir Nescafé!
  5. Sýrland
  6. Íslam
  7. Damaskus
  8. Veikindi og vestræn þægindi í Amman
  9. Móses, Jesús og ég
  10. Petra og Jórdanía
  11. Frá Wadi Rum til Ísrael
  12. Jeríkó
  13. Punktar frá Palestínu
  14. Hin ótrúlega Jerúsalem
  15. Haifa
  16. Masada mun aldrei aftur falla
  17. Tel Aviv er Tel Aviv
  18. Endalok

Suð-Austur Asía 2006

Ég fór til Suð-Austur Asíu í tvo mánuði haustið 2006. Flaug til Bangkok
og fór svo þaðan til Kambódíu, Víetnam og Laos. Hér að neðan eru ferðasögurnar sem eg birti á þessari síðu í réttri tímaröð.

  1. Phát Thai
  2. Bangkok
  3. Mótorhjól og Valdarán
  4. Angkor
  5. Rauðu Khmerarnir
  6. Guð minn almáttugur – NEI, ég þarf ekki tuk tuk!!!
  7. Veikindi og kambódískt karókí
  8. Nam
  9. Saigon til Hué
  10. Feitir rassar og brennandi munkar
  11. Hundakjöt, læti, prútt og bardagar
  12. Voff voff og bíp bíp
  13. Punktar frá Laos
  14. Come on, Beerlao, Beerlao
  15. Luang Prabang
  16. Ert þetta þú, Bangkok
  17. Ísland, fagra Ísland

Mið-Ameríka 2005

Ég fór þessa ferð til Mið-Ameríku haustið 2005. Anja, fyrrverandi kærasta mín, var með mér stóran hluta þeirrar ferðar. Ég flaug til Mexíkóborgar og heimsótti svo El Salvador, Hondúra, Gvatemala, Belize og Yucatan hluta Mexíkó – auk þess að heimsækja vin í Washington D.C.

  1. Ódeyjandi ást mín á Tacos al Pastor
  2. Mexíkó og El Salvador
  3. Skæruliðar, eldfjöll og rútuferð frá helvíti
  4. Paradís
  5. Bananalýðveldið
  6. Garífuna
  7. Ég og Brad Pitt
  8. Tikal
  9. Caye Caulker
  10. Cancun
  11. Bandaríkin
  12. Ferðalok

Bandaríkjaferð 2004

Árið 2004 fór ég í langa ferð til Bandaríkjanna þar sem ég heimsótti fjölmarga góða vini úr háskóla. Ég fór til Washington D.C., Chicago, Kansas, Arizona, San Fransisco, L.A. og New York.

  1. Washington D.C.
  2. Cheek-a-gah
  3. Chicago, annar hluti
  4. Strandblak og pólitík
  5. Lestarstöð í Kansas
  6. Okkar kynslóð á Dylan, ykkar ekki neitt
  7. Enginn tími
  8. Grand Canyon og Sedona
  9. Almost Over
  10. Is it true that Iceland is green and Greenland ice?
  11. Vegas!

Rússlandsferð 2003

Haustið 2003 fór ég í þriggja vikna ferð til Rússlands. Ég byrjaði í Moskvu, fór síðan til St. Pétursborgar, Suzdal og Vladimir. Ég ferðaðist einn en kynntist fjöldanum öllum af skemmtilegum Rússum, sætum stelpum, bandaríska landsliðinu í karate og orðljótum Litháum.

Myndirnar frá þessari ferð eru hérna á Flickr

  1. Moskva
  2. St. Pétursborg
  3. Heimur, ég er þunnur
  4. St. Pétursborg, annar hluti
  5. Sætar stelpur, flugur, söfn og orðljótur Lithái
  6. Lestarferð frá helvíti og brjálaður einræðisherra í vaxi
  7. Rússneskir dyraverðir og georgísk lögga

6 thoughts on “Ferðalög”

  1. Datt inn á þessa síðu fyrir tilviljun en verð að hrósa þér fyrir þessi ferðalög, mjög aðdáunarvert. Ég hef sjálfur tekið alla evrópu og eyjaálfuna, bjó þar á meðal í ástralíu í hálft ár. Núna er hugur í mér að fara til S-Ameríku eftir áramót og það er svo sannarlega gaman að sjá að þetta er greinilega allt mögulegt ef ferðahugur er í manni.

    Mjög impressive lífsstíll.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *