Flutningar

Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga vegna þess að ég er að flytja úr þessari holu, sem ég hef kallað mitt heimili síðustu þrjú ár. Ég er búinn að vera að reyna að pakka öllu þessu dóti og hef hent alveg ógurlegu magni af drasli. Í dag fór ég svo á hjálpræðisherinn með 5 poka fulla af fötum.

Annars er lítið spennandi búið að gerast síðustu daga. Er búinn að vera að hanga með vinum á kvöldin og svo hefur maður horft á fótbolta fram eftir morgni. Því hafa svefn venjur mínar verið ansi skrítnar undanfarið.