Fokking álfar maður

Í finnskum þætti um Ísland er viðtal við íslenska stelpu, sem heldur því fram að 90% af Íslendingum trúi á álfa.

Af hverju í andskotanum þarf alltaf að ljúga þessu uppá útlendinga?  Það TRÚIR ENGINN Á ÁLFA Á ÍSLANDI!  Erum við ekki nógu skrýtin í augum útlendinga án þess að við þurfum að viðhalda þessari goðsögn um það að allir trúi á álfa?

Áðan var ég í barnaafmæli þar sem við töluðum m.a. um þetta stórhættulega glæpagengi, sem hefur verið að mótmæla stóriðju á Íslandi undanfarna daga.

Fréttin um þetta mál í kvöldfréttatíma sjónvarps á laugardaginn var óborganleg.  Kynningin var eitthvað á þessa leið:

“Mótmæli umhverfisverndarsinna leystust uppí óeirðir”.

Og svo var klippt á fréttakonu, sem var akkúrat staddur í miðjum “óeirðunum”.  Við hliðiná henni voru 5 krakkar í trúðabúningum að ulla á myndavélina.  Þetta er einhver allra magnaðasta notkunin á orðinu “óeirðir”, sem ég hef séð.

6 thoughts on “Fokking álfar maður”

  1. Einu álfarnir sem ég trúi á eru þeir sem eru í garðinum hjá pabba og mömmu.

    Pabbi kaupir þá í Byko.

    En já, þessar goðsagnir eru rugl. Ég get skilið að við viljum halda í söguslóðir og menningu landsins, en það er óþarfi að reyna að halda því fram að:

    a) Galdrafólk á Ströndum
    b) Álfar og huldufólk
    c) íslenskir jólasveinar
    d) Lagafljótsormurinn

    séu allt raunveruleg fyrirbæri.

  2. sæll, er búinn að fylgjast með síðuni þinni lengi og verð að komenta á þetta. Alveg hjartanlega sammála þér, ótrúlegt að þetta skuli enn í dag þykjast voða cool á íslandi að einhverjir trúðu á álafa fyir 150 árum. 90% þjóðarinnar trúi ekki á neitt nema efbishyggjuba sem er að gleypa okkur öll. Annars mjög gaman að fykgjast með þér og hafðu það sem allra best.

  3. Sæll Einar.. Hvaða meinloka er þetta í þér drengur, Álfar!! það leikur engin vafi á því í mínum huga að þeir eru til.. hef sjálf lengi vel trúað því að ég sé komin af álfum En Tröll.. pff.. það er stúpid..

    Ísland “best í heimi”

  4. Hæ Eianar,
    Eg var ad lesa um Hugo Chaves a mbl og for ad lesa adrar tengdar greinar og fann thig.
    Eg var busett i Caracas, Venesuela i 4 år frå 1999-2003 og thad var “frodlegt” ad fylgjast med herranum.
    En ja, eg er lika sammåla thessu med ad auglysing “islendinga a islandi” er afar brenglud..
    Ekki skritid ad madur se spurdur hvort madur bui i snjohusum thar og dansi vid alfana.
    Eg hef litid sem ekkert buid a islandi sidastlidin 21 år og hef undrast a thessu i thessa tvo aratugi..

    Bestu kvedjur fra Kaupmannahøfn
    Gudrun Helga

  5. Takk Elvar.

    Og Hafrún, af hverju kemur það mér ekki á óvart að akkúrat þú skulir trúa á álfa? 🙂

    Og já, Guðrún – nákvæmlega það sem ég var að segja – það er ekki einsog fólk hafi ekki nógu skrýtna ímynd á Íslendingum fyrir.

Comments are closed.