Fótbolta kjaftæði

Þessi frétt er af Vísi.is, þeim merka fréttavef,

Góður sigur hjá Liverpool

Liverpool vann í morgun góðan sigur á Englandsmeisturum Manchester United, 2-0. Greinilegt var strax frá byrjun að United-menn myndu ekki gefa allt í leikinn, bæði vegna stöðu sinnar í deildinni en þó aðallega vegna komandi viðureignar gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu. Í því skyni voru þeir Jaap Stam, Mickael Silvestre, Andy Cole og Paul Scholes allir hvíldir.

Liverpool komst yfir með frábærum marki frá Steven Gerrard á 13. mín, þrumuskot af um 30m færi. Robbie Fowler kom heimamönnum í 2-0 fjórum mín. fyrir leikhlé. Danny Murphy var svo vikið af leikvelli á 69. mín. en það kom ekki að sök og sigurinn var öruggur.

Þvílíkt kjaftæði. Kvótið “greinilegt var strax frá byrjun að United-menn myndu ekki gefa allt í leikinn” er mesta kjaftæði, sem ég hef heyrt. Þvílíkt bull. United spiluðu sínu besta liði. Geta Liverpool menn ekki allt eins sagt að þeir hafi hvílt Michael Owen, Nicky Barmby og Igor Biscan. Ég þoli það ekki, þegar menn eru með svona afsakanir.

Liverpool á líka leik í vikunni, gegn Barcelona á Nou Camp. Ég myndi nú segja að Barcelona og Bayern Munich væru svipuð af styrkleika. Liverpool hefur sýnt það í báðum leikjunum gegn United að þeir hafa fulla burði til að yfirspila United, sérstaklega einsog þeir gerðu í fyrri hálfleik. Þetta var frábær leikur hjá Liverpool. Steven Gerrard er snillingur!