Fótboltaslúður og hárið mitt

Ég hef sjaldan verið jafnspenntur á fréttasíðum á netinu og í dag. Enda sést það af afköstum okkar Kristjáns á [Liverpool blogginu í dag](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/07/04/). Úff, þvílíkur rússíbani sem þessi dagur er búinn að vera varðandi Liverpool mál. 4 nýjir leikmenn og fyrirliðinn með svaka vesen. Ég hef ekki taugar í svona lagað.

Þrátt fyrir það tókst mér að afkasta alveg lygilega miklu í dag. Undirbjó fund fyrir morgundaginn, fór í ræktina, fór og sótti mann útá flugvöll, heimsótti fullt af búðum (vinnutengt) og fór svo að borða á Argentínu í kvöld. Er enn dálítið uppveðraður af espresso kaffinu, sem ég drakk.


Hárið mitt hefur ekki verið jafn sítt síðan ég var 18 ára. Það er alveg á mörkunum að ég fari í klippingu, er eiginlega alveg að springa. Einn daginn finnst mér allt vera æði, næsta dag langar mér að ráðast á það með skærum. Þetta er eiginlega orðin ein allsherjar úthaldskeppni. Er að prófa hvað ég þoli þetta lengi. Ætli ég haldi þetta ekki út þangað til einhver stelpan á Serrano kemur uppað mér og skipar mér að fara í klippingu. Þannig gerist þetta vanalega.

Annars var ég í partýi fyrir einhverjum dögum, þar sem stelpa hélt því fram að ég væri “ógeðslega típískur verzlingur, þar sem ég væri

a) með krullur í hárinu (hárið að aftan krullast upp. Ég hef ekki nokkra einustu stjórn á því!!!)
b) ég var í póló bol (sem er nokkuð óvenjulegt)
c) ég var með tvö hálsmen
d) allt í íbúðinni minni er víst verzló-legt.

Ljómandi skemmtilegt alveg hreint…

3 thoughts on “Fótboltaslúður og hárið mitt”

Comments are closed.