Fótbolti og geðheilsa mín

Það er ekki einsog ég hafi þurft frekari sannanna við, en það er alveg ljóst að gengi Liverpool hefur gríðarleg áhrif á skap mitt.

Ég vaknaði frekar snemma í morgun, fékk mér Weetabix og stökk útúr húsi í voða fínu skapi. Fór niður á Laugaveg, labbaði aðeins þar um og kíkti svo í Kringluna. Allt brjálað að gera á Serrano, svo skapið batnaði enn frekar. Fór svo í Smáralind þar sem ég ákvað hvaða gleraugu ég ætlaði að kaupa. Labbaði svo aðeins um og kíkti svo heim.

Ég varð nefnilega að vera kominn heim fyrir klukkan þrjú því þá átti Liverpool leik. Ég settist því niður fyrir framan sjónvarpið og byrjaði að horfa á uppáhaldsliðið mitt.

Ég sat svo og [þjáðist næstu tvo klukkutímana](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/03/05/17.01.03/). Þetta var svo ömurlega hræðilegt að ég var aðframkominn í lok leiksins. Lamdi í sófann að minnsta kosti fimm sinnum og eftir leikinn var ég kominn með dúndrandi hausverk og var í hræðilegu skapi.

Fyrir leikinn var ég hress og í góðu skapi. Eftir leikinn var ég með hausverk og í vondu skapi.

Ég var svo fúll að ég ákvað að labba útí Vesturbæjarlaug, þar sem ég var í sundi í klukkutíma og reyndi að gleyma leiknum. Það tókst ekki.

Er þó að jafna mig. Er að fara í partí á eftir. Verð kominn í gott skap þá 🙂

4 thoughts on “Fótbolti og geðheilsa mín”

  1. Ótrúlegt, en satt. Ég er ennþá drepfúll. Það eru aðeins tveir möguleikar í stöðunni…

    1. Að Liverpool taki sig nú á, okkar vegna, og verði að góðu liði í nánustu framtíð.

    2. Að við gerumst heilbrigðir meðlimir samfélagsins á ný og förum að taka enska boltann bara semí-alvarlega eins og allir hinir.

    Því miður er lítil von til að annar þessara kosta verði að veruleika áður en ég verð langafi… 🙁

  2. Já, ef það væri val, þá myndi ég eflaust velja að taka ekki svona fótboltaúrslit inná mig. En ég hef bara ekkert val. :confused:

  3. Já Púllarablækurnar eiga það til að sjúga hingvöðva. Hafa gert það á móti Birmingham og svo á móti Newcastle. Var klikkaður sjálfur eftir leikinn. Vona að við vöknum af þessum væra blundi og vinnum í kvöld :tongue:

Comments are closed.