Fyrsti sænski Serrano burrito-inn

Hérna er ég klukkan 4 í dag að prófa fyrsta sænska Serrano burrito-inn í Vallingby. Við vorum að taka prufukeyrslu á staðnum fyrir starfsfólkið.

Við Margrét vorum að koma heim rétt í þessu, en það er enn fólk frá okkur útí Vallingby að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir opnunina á morgun.

Ég er hins vegar of þreyttur til að gera meira en að setja inn myndir.

Ég mun vonandi á morgun eða föstudag koma með lengri lýsingu á því hvernig þetta gerðist allt saman.

7 thoughts on “Fyrsti sænski Serrano burrito-inn”

  1. Innilega til lukku með þetta.

    Ef hann smakkast einsog á íslandi þá efast ég ekki um að það er stutt í heimsyfirráð!

  2. Innilega til hamingju með nýja staðinn. Megi Guð og lukka vera með ykkur í rekstrinum. Núna er bara að koma og opna einn Serrano hérna í Lundi,.. þá eruð þið búnir að sigra heiminn!

    Kveðja,.. Borgþór og fjölsk.

Comments are closed.