« Fallegir fossar og virkjanir | Aðalsíða | SAT próf í Perú »

Crash

15. janúar, 2003

Ég fékk í dag hringingu frá Aco Tæknivali og fékk loks þær fréttir, sem ég hafði óttast undanfarið. Harði diskurinn minn er algerlega ónýtur.

Fyrir jól ætlaði ég nefnilega að setja inn nýjan disk í tölvuna mína, svo ég gæti klárað að setja alla geisladiskana mína inná einn harðan disk með MP3 skrám. Mitt í þessu brambolti tókst mér að eyðileggja upphaflega diskinn úr tölvunni. Það er einmitt sá diskur, sem innihélt öll þau gögn, sem mér var annt um.

Þeir hjá Tæknivali eru að sögn búnir að reyna allt en ekkert gengur, svo ég verð að sætta mig við að öll gögnin eru týnd. Það þýðir að allur tölvupóstur síðustu fjögurra ára er horfinn. Auk tölvupóstins er svo heill hellingur, sem tapaðist. Allt frá ástarljóðum til hagfræðiritgerða. Það tekur smá tíma að komast yfir það að hafa týnt þessu öllu, því mér þykir mjög vænt um mörg þau email og margar þær skrár, sem ég hef safnað síðustu árin.

Ég er búinn að eyða kvöldinu í að sætta mig við þetta og reyna að endurbyggja hluti einsog símaskrár og slíkt. Þetta er nú meira vesenið. En maður lærir víst af reynslunni. Ég segi bara einsog Gummi Jóh: Tækinorð ársins verður BACKUP

Einar Örn uppfærði kl. 21:50 | 202 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (4)


Það er einhver gaur með græjur sem að geta mögulega recoverað gögn … hmm ef þú vilt þá get ég reynt að finna síma eða aðrar upplýs?

Bjarni sendi inn - 15.01.03 23:31 - (Ummæli #1)

Hef líka heyrt um menn sem hafa lent í því að t.d. bókhaldstölvan hefur krassað, og þá hafa menn sent diskinn til bretlands t.d. í eitthað ohmygod space lab, þar sem þeir taka diskinn í sundur og lesa hrátt af plötunum og geta náð þannig alveg helling. Kostar örugglega nokkra fjólubláa, en þess virði ef þetta eru óbætanleg gögn.

kristján sendi inn - 15.01.03 23:40 - (Ummæli #2)

Ég gekk í gegnum þetta sama.

Þú ættir að komast að því hvað AcoTæknival gerðu til að skoða diskinn.

Það er hægt að senda diskinn út, en þú verður að gera upp við þig hversu mikils virði gögnin eru. Ég sendi fyrirspurn út til USA, og það var talað um kostnað á bilinu 150 - 400 þúsund í mínu tilviki.

Hvernig fórstu að því að eyðileggja diskinn? Brotnaði eitthvað? Finnst hann ekki lengur í tölvunni? Eru óhljóð í honum?

Í mínu tilviki þá var um þekktan galla að ræða, þ.e. bilanatíðni upp á ca 30% í þessum diskum (frá fujitsu, þeir voru lengi að viðurkenna það opinberlega að þetta væri galli í einhverum kubbum á stýrispjaldinu). Ætla að reyna (þegar ég hef budget í það) að kaupa nýjan disk sem er eins, og skipta á stýrispjöldum.

Það eru annars mjög fáir hérna heima sem hafa aðstöðu og búnað til að græja svona. Helvíti fúlt!

2 fyrirtæki sem ég skoðaði helst þegar ég var að pæla í því að senda diskana mína út:

http://www.drivesavers.com/ http://www.ibas.no/

Gætir prófað að tala við EJS?

Fer reyndar allt eftir eðli bilunarinnar eða skemmdunum hvað þarf að gera…

Gangi þér vel!

egill sendi inn - 17.01.03 11:03 - (Ummæli #3)

Takk kærlega, Egill.

Málið var að ég eyðilagði rafmagnið í disknum, var ekki nógu gætinn þegar ég tók hann úr og setti aftur í.

Þeir hjá ATV reyndu að finna disk af sömu tegund til að skipta um prentplötu, en þeir fengu hvergi svona disk. Þeir reyndu svo að nota prentplötu af stærri disk, en það virkaði ekki.

Ég veit ekki með að senda þetta út. Þetta eru vissulega upplýsingar, sem eru mér mjög mikilvægar og kærar en ég á bara ekki 150.000 til að eyða í slíkt ævintýri.

Ég ætla að reyna þetta eitthvað áfram á Íslandi.

Einar Örn sendi inn - 18.01.03 17:06 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu