« Ó, þetta er of fyndið | Aðalsíða | Ó, ég er svo latur »

Árás

nóvember 15, 2003

Mikið rosalega verður maður reiður að sjá svona fréttir.

Það hlýtur að vera erfitt fyrir Arafat aðdáendur að halda því fram að áróður gegn Ísrael sé ekki oft á tíðum and-semitískur. Það er allavegana mjög stutt í gyðingahatrið hjá mörgum.


Af hverju getur Ruud van Nilsteroy ALDREI skorað í mikilvægum leikjum með Hollandi? Ef Holland kemst ekki á EM, þá hætti ég að horfa á fótbolta.


Ok, þá er ég búinn að losa um tvo hluti, sem hafa pirrað mig í dag. Annars er ég í mjöög góðu skapi.

Einar Örn uppfærði kl. 17:26 | 91 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (10)


Einar, á sama hátt og oft megi túlka and-ísraelskan áróður sem and-semitískan, þá er nú ekki hægt að segja annað en and-palestínskur áróður er alveg svakalega and-múslimskur!!! Þetta er náttúrulega sorglegur viðburður, en við hverju býstu þegar Bandaríkin með sínum terrorisma (ó, sem náttúrulega má ekki kalla terrorisma), halda kverkataki um heiminn? Ertu hissa á að múslimar séu desperat?

Erna sendi inn - 15.11.03 18:01 - (Ummæli #1)

Vel má vera að þeir séu desperate og þetta sé allt Bandaríkjunum að kenna. EN, það er engin afsökun fyrir því að ráðast á Gyðinga í Tyrklandi AÐEINS vegna trúar þeirra. Það er and-semítismi af verstu gerð.

Ég er enginn stuðningsmaður Ísraelsríkis, trúðu mér. Hins vegar er ég með algjört ofnæmi fyrir and-semítisma í hvaða formi, sem hann birtist.

Ég hef jafn mikið á móti palestínskum og írsraelskum yfirvöldum. Palestínsk yfirvöld gera ekki neitt (allavegana ekki Arafat) til að stoppa hryðjuverk þegna sinna.

Eini munurinn á palestínskum og ísraelskum yfirvöldum er að ísraelsmenn fremja hryðjuverk í sínu nafni, en palestínsk yfirvöld skýla sér á bak við þá lygi að hryðjuverk þegnanna séu ekki yfirvöldunum að kenna.

Einar Örn sendi inn - 15.11.03 18:28 - (Ummæli #2)

Ok, ég skil hvað þú ert að fara Einar og er alveg sammála þér… Það mátti hins vegar misskilja það sem þú segir í færslunni hér að ofan…

Auðvitað eru hryðjuverk aldrei afsakanleg, hvort sem maður drepur Bandaríkjamenn bara af því að þeir eru Bandaríkjamenn, eða gyðinga fyrir að vera gyðinga eða Íraka af því að það þarf að búa til nýjan óvin fyrir heilaþvegna þegna Bandaríkjanna.

Mér finnst anti-semitismi slæmur, en mér finnst hann ekkert verri en annar rasismi.

Erna sendi inn - 15.11.03 19:05 - (Ummæli #3)

Hmm, já, hvað voru þeir annars margir gyðingarnir sem létust? 6 af 20?

Það væri kannski réttast að rifja upp hvernig gyðingar hegðuðu sér gagnvart palestínumönnum þegar þeir tóku af þeim landið seint á 5 áratugnum. En það væri auðvitað bara and-semitískur áróður :o)

Bandaríkin og Ísrael hafa saman kynt ófriðarbál sem lýkur ekki fyrr en þeir hafa annað tveggja, náð völdum alls staðar eða látið af ofsóknum sínum. Arabarnir munu aldrei nokkurn tíma hætta. Þeir munu halda áfram eins og sært tígrisdýr og gera árásir úr launsátri án þess að fá minnsta samviskubit.

Hvað haldið þið að búi að baki þegar fólk ákveður að drepa sig og aðra með því að sprengja sig í loft upp? Að það sé eitthvað ósátt við pólitískar ákvarðanir eða að það sjái bara enga glætu í lífinu? Og hverjum er það að kenna?

Ragnar sendi inn - 16.11.03 10:32 - (Ummæli #4)

Ok, Ragnar, ég skil þig ekki alveg. Árásinni var beint að samkunduhúsi Gyðinga. Þrátt fyrir að það hafi ekki bara gyðingar dáið, þá var árásinni beint gegn Gyðingum.

Ég veit að í þínum heimi eru bara tveir vondir kallar, Ísrael og Bandaríkin og ég á sennilega ekki eftir að breyta þeirri hugsun.

Það eina, sem ég vildi benda á er að Gyðingahatur er stór partur af hugmyndastefnu öfgasinnaðra múslima. Til dæmis er Protocols of the Elders of Zion (andstyggilegur and-semitískur áróður) gríðarlega vinsæl bók í Arabalöndunum.

Það er óþolandi að Gyðingar, sem hafa ekkert með stefnu Ísraelsríkis skuli vera skotmörk hryðjuverkamanna bara vegna trúar sinnar.

Flestir Gyðingar, sem ég þekki hafa andstyggð á stefnu Ísraels. Það breytir engu í augum margra, því þeirra glæpur er einungis sá að vera Gyðingar.

Einar Örn sendi inn - 16.11.03 12:55 - (Ummæli #5)

Ehm.. ég þekki slatta af gyðingum, enda bý ég í New York. Og ég verð nú bara að segja það að flestir þeirra styðja stefnu Ísraels og þola ekki múslima, hvað þá þjóðverja!

Ekki það að það réttlæti morð og spreningar, en andmúslimskur áróður er alveg jafnmikil stefna hjá Ísraelsstjórn eins og and-semitískur áróður hjá múslimum.

Og ég bara skil ekki hvers vegna and-semitískur áróður er eitthvað verri en and-múslimskur áróður!

Ég held að svo lengi sem við látum það fara meira í taugarnar á okkur þegar önnur hliðin gerir eitthvað á hluti hinnar, þá erum við að skipa okkur í lið. Eftir því sem fleira fólk í heiminum gerir það, þá minnka líkurnar á því að deilan leysist nokkurn tíman.

Erna sendi inn - 16.11.03 15:48 - (Ummæli #6)

Nei, auðvitað er ég ekki að gera uppá milli tegunda af rasisma, þær eru allar jafnslæmar.

En annars, skrítið en þá voru flestir gyðingavinir mínir mjög miklir andstæðingar Sharons. Allir nema einn, sem er bandarískur ísraeli, sem var í ísraelska hernum. Hann lítur skiljanlega á hlutina með öðrum augum.

Einar Örn sendi inn - 16.11.03 15:56 - (Ummæli #7)

Ég skal alveg útskýra þessa afstöðu Einars fyrir ykkur öllum:

Einar Örn lærði í þrjú eða fjögur ár við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum. Northwestern háskólinn er í eigu og er stjórnað af Gyðingum. Gyðingar=Ísrael Northwestern=Gyðingar Einar=Northwestern Einar=NWU=Gyðingar=Ísrael Ergo: Einar=Ísrael

Haha! Ég er með bestustu samsæriskenninguna! :-)

Ágúst sendi inn - 16.11.03 19:58 - (Ummæli #8)

Svona að öllu gamni slepptu þá langaði mig að gera tvær athugasemdir við það sem Einar skrifaði:

a) Ég held að flestir Gyðingar sem eru trúræknir á annað borð styðji Ísraelsríki. Ég treysti mér líka til að færa góð rök fyrir því að meirihluti Gyðinga almennt styðji Ísraelsríki (ekki blint en að mestu leyti).

Staðreyndir sem styðja þessa fullyrðingu (í einfaldaðri útgáfu): Gyðingar utan Ísraels eru flestir í Bandaríkjunum. Þarf að segja meira? Gyðingar styðja Gyðinga; Gyðingar eru drepnir í Ísrael í bílförmum og hver finnur ekki til samkenndar með “bræðrum” sínum? Rétt einsog þú finnur fullt af Aröbum og ég tala nú ekki um múslimum sem hryllir við framgöngu Palestínumanna, rétt einsog Ísraelsmanna, þá finnurðu Gyðinga sem vilja “tveggja ríkja lausn” etc.

b) Protocols of the Elders of Zion er and-síonískur áróður sem upprunninn er frá leyniþjónustu Rússakeisara í kringum 1880 ef ég man rétt. Það hefur hinsvegar hentað ríkisstjórnunum (eða eigum við kannski frekar að segja valdhöfunum) í mörgum Arabaríkjum að nota slíkan áróður til að beina reiði fólksins (m.a. út í lélegt ástand heimafyrir) til Ísraels og Gyðinga. Gott dæmi um þetta er hvernig umræðan í Egyptalandi sveiflast mikið í takt við það hvaða boðskap ríkisstjórnin (og ríkisfjölmiðlarnir) eru að senda frá sér. Bókin Protocols… var gerð að sjónvarpsseríu í egypska ríkissjónvarpinu og vakti það mikla hneykslan víða á vesturlöndum. Þetta er aftur á móti spurning um hversu mikið hlutirnir eru magnaðir upp eða dempaðir niður. Nei, valdhafarnir hafa ekki verið að dempa niður reiði fólksins en reiðin er hinsvegar ekki tilkomin vegna áróðurs. Áróðurinn verður hinsvegar auðveldur (t.d. frá öfgafullum prédikurum) þegar fólkinu er almennt mjög heitt í hamsi. Annað sem hefur þarna haft mikið áhrif er að nú berast óritskoðaðar fréttir frá t.d. al-Jazeera og al-Arabya inn á annað hvert arabískt heimili þar sem Ísraelsk-amerískir skriðdrekar og herþyrlur sprengja upp hús palestínskra fjölskyldna í rauntíma. Ég gæti haldið lengi áfram með þessa hugleiðingu en ég þarf að drífa mig.

Að lokum vil ég bara segja, Einar, ekki reyna að segja okkur að reiði, “hatur”, Araba og múslima í garð Ísraelsmanna sé “óréttmæt” eða “furðuleg”. Spurningin er hinsvegar hvernig og hvort þessa fljót haturs og reiði getur verið brúað.

Let’s hope so.

Ágúst sendi inn - 17.11.03 12:34 - (Ummæli #9)

Ok, til að ég endurtaki mig enn einu sinni, þá er ég EKKI stuðningsmaður stefnu Ísraelsstjórnar.

Það, sem ég hef fyrst og fremst viljað benda á hér á þessari síðu er að það er barnalegt að halda að ástandið í Palestínu sé Ísraelsmönnum einum að kenna. Ég er á því að Arafat sé alveg jafn sekur og Sharon (og kannski ennþá sekari, þar sem hann hefur verið við völd mun lengur og sankar að sér fjármunum fátækra þegna sinna).

Fréttaflutningur af Sameinuðu Þjóðunum er til dæmis mjög litaður, því það er aðeins minnst á það þegar eitthvað er Ísraelsmönnum í hag. Til dæmis hafa Sameinuðu Þjóðirnar aldrei fordæmt palestínsk hryðjuverk. Sjá til dæmis hér

Aðgerðir Ísraela eru algjörlega óþolandi og stanslaus stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael og aðgerðir þeirra er það einnig. Það breytir því hins vegar ekki að ísraelskir borgarar geta aldrei gengið óhræddir um götur sínar, þannig að Palestínumenn eru ekki þeir einu, sem þjást í þessum átökum.

Það má vel vera að mínir Gyðingavinir hafi verið óvenju miklir andstæðingar stefnu Ísraels. Vel má vera að það sé tilviljun.

Ég hef ALDREI sagt að “reiði, “hatur”, Araba og múslima í garð Ísraelsmanna sé “óréttmæt” eða “furðuleg”“. Mér dytti ekki í hug að halda slíku fram enda er ég enginn maður til að dæma hvort reiði einstaklinga í fjarlægum löndum sé réttmæt. Hins vegar eru árásir á fólk, sem hefur ekkert gert af sér, bara vegna trúar þeirra, alltaf óásættanlegar. Það er staðreynd að Gyðingum var nær útrýmt í Evrópu fyrir um 60 árum. Ég held að það sé auðveldara en menn halda að ala á viðlíka hatri núna í dag.

Einfaldasta leiðin til að friður geti komist á er að hryðjuverkamenn einsog Arafat víki frá völdum og láti hófsamara og friðsamara fólk komast að stjórnartaumunum fyrir alvöru. Við erum bæði búnir að hafa harðlínumenn og mýkri menn við stjórn í Ísrael og engum hefur tekist að ná sáttum við Arafat. Það er kominn tími á að Vesturlönd hætti þessum smeðjuskap gagnvart honum og að hann víki, þjóð sinni til heilla.

Einar Örn sendi inn - 17.11.03 14:15 - (Ummæli #10)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu