« Suð-Austur Asíuferð 16: Ert þetta þú, Bangkok? | Aðalsíða | Jens í 4. sætið »
Suð-Austur Asíuferð 17: Ísland, fagra Ísland
Kominn heim eftir fáránlega langt ferðalag. Flugið frá Bangkok til London tók um 15 tíma og auk þess græddi ég 7 tíma í tímamismun, þannig að ég kom alveg kexruglaður til London á miðvikudag, tékkaði mig inná hótel og datt svo niður á rúm og svaf mestallan daginn. Notaði svo gærdaginn í að kíkja í búðir og kaupa föt. Flaug svo með IceExpress til Keflavíkur í gærkvöldi.
Í Bangkok gerðist svo sem ekki mikið meira en ég var búinn að tala um. Ég hitti íslenskt par, Kidda og Heiðrúnu, sem voru að byrja ferðalag um SuðAustur Asíu. Þau höfðu heyrt af blogginu mínu og voru í sambandi í kjölfarið og við hittumst í smá tíma til að ræða um ferðina. Ég eyddi svo bara tímanum í að ráfa um verslanirnar í Bangkok.
Og núna er ég kominn heim og var að koma inn eftir að hafa unnið í allan dag. Það er auðvitað fáránlega mikið búið að hlaðast upp af verkefnum, en það er líka bara skemmtilegt. Ég þarf að klára mörg mál varðandi vinnu og líka varðandi mitt einkalíf.
Ég mun setja inn einhverjar myndir á næstu dögum eftir að ég er búinn að laga þær til og merkja.
En allavegana, ég vona að fólk hafi haft gaman af þessum ferðasögum mínum. Þessi ferð var algjörlega frábær fyrir mig og ég vona að mér hafi tekist að koma einhverju af því vel til skila til ykkar. Einsog ég hef áður sagt, þá vil ég ekki endilega koma afslappaður heim úr fríi, heldur finnst mér miklu skemmtilegra að koma þreyttur heim, en fullur af æðislegum minningum um skemmtileg ævintýri. Ég er kannski þreyttur, en ég er samt fullur af krafti og tilbúinn í að glíma við ný verkefni.
Takk.
Skrifað í Vesturbæ Reykjavíkur
Ummæli (9)
Ég er nú bara hálf svekkt að þú sért kominn aftur til Íslands, skemmti mér svo vel að lesa þessa frábæru ferðasögu, en gangi þér vel með allt heima Rakel
Þakka þér. Ég mun pottþétt heimsækja t.d. Laos eftir þessi skrif þín hér. Já og velkominn aftur í hverfið!
Takk fyrir hressilega, áhugaverða og skemmtilega ferðasögu… og velkominn heim.
Áfram Lakers.
Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".
Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote
Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.
|
|
Ummæli:
|
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Leit:
Síðustu ummæli
- Einar Örn: Takk takk Og já, Vesturbærinn er smart. ...[Skoða]
- katrín: eyyy velkominn heim vesturbærinn er nú alltaf best ...[Skoða]
- Hagnaðurinn: Takk fyrir hressilega, áhugaverða og skemmtilega f ...[Skoða]
- Berit: Þakka þér. Ég mun pottþétt heimsækja t.d. Laos ef ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- Rakel Ósk: Ég er nú bara hálf svekkt að þú sért kominn aftur ...[Skoða]
- majae: velkominn heim ...[Skoða]
- Gummi H: Velkominn heim. Þetta eru frábærar ferðasögur sem ...[Skoða]
- Kristján Atli: Velkominn heim félagi. Það er búið að vera frábært ...[Skoða]
Myndir:
Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.2
Velkominn heim félagi. Það er búið að vera frábært að lesa þessar ferðasögur, þær eru okkur hinum góð tilbreyting í skammdeginu hérna heima.