« Endalok (uppfært) | Aðalsíða | Þunglyndi »
Ó vei, nördaskapur!
Ég verð að játa það á mig að ég breytist í mesta nörd í heimi í kringum MacWorld þar sem Apple tilkynnir um nýjar vörur. Klukkan 17 í dag stígur Steve Jobs á svið og segir okkur Apple aðdáendum hvað við hreinlega VERÐUM að eignast á næstu vikum.
Það er varla til sá hlutur, sem Apple framleiðir, sem ég væri ekki til í að eiga. Núna á ég tvær Apple tölvur (iMac og nýja og yndislega Macbook Pro) og tvo iPod-a (Nano og 60gb photo). Flestir búast við því að Apple muni í dag kynna nýjan Apple GSM síma (Wall Street Journal segir m.a. frá því) sem þýðir að tveggja ára Samsung síminn minn mun sennilega lenda í einhverju hræðilegu slysi á næstu dögum, sem hreinlega neyðir mig til að kaupa mér nýjan síma!
Ó, ég er spenntur!
Ummæli (9)
það er samt rúmörs um að þessi sími muni (fyrst um sinn) bara virka í usa..
ég er mest spennt fyrir itv http://en.wikipedia.org/wiki/ITV_(Apple)
“For a 4GB model we’re pricing it at $499” og “8GB model for just $599.” úrg. Ekki viss að vinnan elski mig svona mikið. Á enda tvo iPodda og fínan síma (með myndavél
Takið eftir að uppgefið verð, $499 og $599, miðast við tveggja ára samning hjá Cingular, þannig að eflaust verður síminn eitthvað dýrari hér (þ.e.a.s. fyrir utan venjulegan verðmun milli BNA og Íslands). Ég myndi giska á 80-100þ fyrir ódýrari símann.
En þetta er ótrúlega flott græja. Skil samt ekki af hverju þeir slepptu innbyggðu gps - miðað við hvað google maps virðist virka flott.
Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".
Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote
Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.
|
|
Ummæli:
|
Leit:
Síðustu ummæli
- Hugi: Detti mér allar dauðar - við búum í sömu blokk. L ...[Skoða]
- Elín: mig langar svooo í hann!! en hann kemu ...[Skoða]
- Einar Örn: Jamm, ég held að þetta sé ekki fyrir mig - þetta l ...[Skoða]
- Matti: Takið eftir að uppgefið verð, $499 og $599, miðast ...[Skoða]
- Einar Örn: Já, og hann verður ekki til í Evrópu fyrr en á síð ...[Skoða]
- Björn Friðgeir: "For a 4GB model we're pricing it at $499" og "8GB ...[Skoða]
- katrín: 10:04 am GSM+EDGE phone jæja sturtaðu niður samsu ...[Skoða]
- katrín: það er samt rúmörs um að þessi sími muni (fyrst um ...[Skoða]
- einsidan: Er í sömu sporum, get ekki beðið! Er samt aðalleg ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33
Er í sömu sporum, get ekki beðið!
Er samt aðallega spenntastur fyrir nánari upplýsingum um Leopard, og svona almennt í hugbúnaðargeiranum. Hef nefnilega ekki efni á að vera í sífelldri græjuvæðingu