Hagfræði

Hagfræði er núna formlega orðin mitt aðalfag. Ég ákvað loksins að ganga frá því í gær. Ég hafði hugsað mér að skipta kannski yfir í stjórnmálafræði en ég er hættur við það, þar sem stjórnmálafræðitíminn, sem ég tók er frekar leiðinlegur. Vinir mínir hérna úti halda því fram að ég sé geðveikur að velja hagfræði. Ég veit ekki.

Eina vikuna hata ég hagfræði og þá næstu er hún í fínu lagi. Ég held að ég hafi aðallega hatað hana, því mér leiddist prófessorinn, sem ég var með í rekstarhagfræði á síðustu önn. En núna er voðalega gaman hjá mér, sérstaklega þar sem ég fékk 9 í síðasta miðsvetrarprófi en meðaleinkunin í 180 manna bekk var 7, svo ég var voða hress. Ég vona bara að ég sjái ekki eftir þessu vali mínu.