Hagfræðingur í megrun

Óli hefur farið á kostum á bloggsíðu sinni undanfarna daga. Síðast var það gagnrýni á Múrinn: Frelsi til að hafa rangt fyrir sér og núna er hann að spá í megrun: Morgunverður á McDonald’s

Óli er nokkuð snjall og hyggst, að hætti hagfræðinga, koma sér upp hvatakerfi til að megrunin virki. Ég er nú þegar búinn að heita 500 krónum á það að hann nái ákveðnu settu marki. Reglurnar á þessu hvatakerfi eru ennþá í þróun í kommentakerfinu á síðunni hans. Mjög sniðugt.