Hárið mitt, þriðji hluti

Á laugardaginn lét ég verða af því að snoða mig. Ég var kominn með algert ógeð á hárinu á mér. Nennti ekki lengur að hafa áhyggjur af síddinni eða greiðslunni eða öllu þessu kjaftæði.

Ég meina hei. Þannig að í mótmælaskyni er ég búinn að snoða mig. Er ekki ágætt að byrja þetta ár á upphafsreit?

Einar Örn með hár (á Jóladag)

Einar Örn snoðaður (12. janúar)

Uppfært: Hérna er þriðja myndin: Ég að snoða mig. Reyndar byrjaði ég bara sjálfur, en svo fékk ég aðstoð frá Þórdísi hárgreiðsluséní. 🙂

9 thoughts on “Hárið mitt, þriðji hluti”

  1. Ég sé enga mynd þar sem þú ert snoðaður, bara tvisvar sömu myndina þar sem þú ert að raka af þér hárið… :confused:

  2. Held að þú sért nú bara að herma eftir Harry Kewell en það er í góðu lagi ef svo er… ; ) nei nei en annars bjóst ég líka við gljáandi skinhead en þetta er mun betra auk þess sem skinhead er full berskjaldað í þessum djöfulsins kulda sérstaklega þegar menn eru að rölta í og úr bænum hálf skakkir…..

  3. Nei, dísus, það var ekki planið hjá mér að snoða mig alveg sköllóttann. Ég held að ég hefði fengið taugaáfall ef ég hefði gert það 🙂

    Þetta er nóg breyting í bili.

  4. Þú hefðir átt að láta allt hárið fara. Ég prófaði fyrst að snoða mig þegar ég var 13 ára. Mér fannst það mjög þægilegt og flott að ég keypti mér rakvél og hef gert þetta reglulega í 2 ár. Þegar ég klippi mig þá læt ég allt hárið fjúka og er alveg sköllóttur. Langþægilegast og best. Engar áhyggjur af hárinu.

Comments are closed.