Helgin

Síðasta helgi var mjög skemmtileg. Á föstudag fórum við á nýlistasafnið með nokkrum vinum okkar en þar var verið að opna sólstöðuhátíð, en sumardagurinn fyrsti var einmitt á föstudag. Við sáum þar m.a. mjög athyglisverða kvikmyndasýningu.Á laugardag fórum við svo niður í miðbæ Evanston, þar sem var útimarkaður með fullt af listaverkum og slíku.

Eftir það keyrðum við niður á Soldier Field, þar sem við ætluðum að sjá knattspyrnuliðið hérna í Chicago, Chicago Fire spila við New England Revolution.Ein ástæðan fyrir því að við völdum þennan leik var sú að fyrir leik gátu allir fengið að taka mynd með uppáhaldsleikmanninum sínum. Með Chicago Fire leikur einmitt Hristo Stoichkov, sem var einn af uppáhaldsleikmönnunum mínum þegar hann lék með Barcelona.

Leikurinn var ágætur, sérstaklega seinni hálfleikur. Fire voru mun betra lið, en samt endaði leikurinn 1-1.Leikurinn var ekki búinn fyrr en um 10 og fórum við þá heim, skiptum um föt og fórum svo niður á Rush, sem er ein af aðalbargötunum í Chicago. Þar flökkuðum við á milli bara og skemmtum okkur konunglega allt kvöldið.