Helgin, Zapatero og hræðsluáróður

Það er magnað hvað mér tekst alltaf að fokkar upp allri rútínu þegar ég fer út fyrir landsteinana. Allt mataræði, líkamsrækt, etc fer í algjör royal fokk. Ég þarf alltaf nokkra daga til að koma mér á rétta braut.

Ég átti mjög góða helgi samt. Gerði reyndar ekkert voðalega mikið eða merkilegt. Lá í leti heima á föstudagskvöldið og það stefndi allt í það að eins yrði á laugardeginum. En þá heyrði ég í einum vini mínum og við ákváðum að hittast. Þannig að ég drakk eitthvað af þessum vodka-birgðum sem ég á uppí skáp og svo kíktum við á Ölstofuna þar sem við hittum fullt af skemmtilegu fólki og þaðan fórum við á 11-una, þar sem við skemmtum okkur konunglega þar til að staðnum var lokað.

Sem gerðist eftir klukkan 6 þannig að ég eyddi mestöllum sunnudeginum sofandi. Kíkti svo um kvöldið á tónleika á Nasa þar sem að Guffi, sem er með mér í stjórn UJR, spilaði með hljómsveitinni sinni For a Minor Reflection. Kíkti svo á Thorvaldsen eftir tónleikana.

* * *

 

Ég skrifaði stutta færslu inná UJR.is, þar sem ég fjalla um farsakenndan hræðsluáróður þeirra sem voru á móti aðild Íslands að EES. Nokkrir eru farnir að nota sömu rökin í baráttu sinni gegn væntanlegri ESB aðild okkar.

* * *

Hérna er mikið magn af efni með Leoncie. Mjög hressandi!

* * *

Zapatero vann á Spáni. Það eru frábærar fréttir!

Já, og hérna er algjörlega æðislegt lag með hljómsveit með stórkostlegt nafn:  Dark end of the street með The Flying Burrito Brothers.