Hjónabönd samkynhneigðra í Bandaríkjunum

Ein ástæða í viðbót til að hata íhaldsmenn:

“After more than two centuries of American jurisprudence and millennia of human experience, a few judges and local authorities are presuming to change the most fundamental institution of civilization”

“On a matter of such importance, the voice of the people must be heard. Activist courts have left the people with one recourse. If we’re to prevent the meaning of marriage from being changed forever, our nation must enact a constitutional amendment to protect marriage in America. Decisive and democratic action is needed because attempts to redefine marriage in a single state or city could have serious consequences throughout the country.”

Einsog allir vita mun heimurinn auðvitað farast ef við látum frjálslyndi ráða og veitum samkynhneigðum sömu réttindi okkur hinum. Bush ætlar að setja misrétti inní sjálfa stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að banna samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þvílíkur sorgardagur það yrði ef honum og íhaldsbjánunum sem styðja hann tækist það.

Það besta við þetta allt er að dóttir Dick Cheney er lesbía. Hann hefur hins vegar lítið tjáð sig um þetta mál. Áhugasamir geta sent Mary, dóttur Cheney bréf og hvatt hana til að skipta sér af málinu.

Talsmaður demókrata orðaði þetta nokkuð vel:

“It is wrong to write discrimination into the U.S. Constitution, and it is shameful to use attacks against gay and lesbian families as an election strategy. It appears that the conservative compassion he [Bush] promised to deliver in 2000 has now officially run out.”

Það er náttúrulega með hreinum ólíkindum að ráðast að réttindum samkynhneigðra til þess eins að tryggja sér atkvæði fyrir kosningar. Bush hefur enn á ný opinberað sig sem fordómafullann mann, sem hikar nú ekki við að bæta misréttti inní stjórnarskrá. Nánast allar viðbætur við stjórnarskrána hafa tekið mið af því að auka réttindi fólksins. Bush ætlar greinilega að snúa þeirri þróun við. Ef ég hefði haft álit á GWBush fyrir, þá væri það horfið núna.

Andrew Sullivan, samkynhneigður hægrimaður orðar þetta listilega:

This president wants our families denied civil protection and civil acknowledgment. He wants us stigmatized not just by a law, not just by his inability even to call us by name, not by his minions on the religious right. He wants us stigmatized in the very founding document of America. There can be no more profound attack on a minority in the United States – or on the promise of freedom that America represents. That very tactic is so shocking in its prejudice, so clear in its intent, so extreme in its implications that it leaves people of good will little lee-way. This president has now made the Republican party an emblem of exclusion and division and intolerance. Gay people will now regard it as their enemy for generations – and rightly so. I knew this was coming, but the way in which it has been delivered and the actual fact of its occurrence is so deeply depressing it is still hard to absorb.

This struggle is hard but it is also easy. The president has made it easy. He’s a simple man and he divides the world into friends and foes. He has now made a whole group of Americans – and their families and their friends – his enemy. We have no alternative but to defend ourselves and our families from this attack. And we will.

breytt: lagaði málfarsvillu samkvæmt ábendingu

6 thoughts on “Hjónabönd samkynhneigðra í Bandaríkjunum”

  1. Ástæðan fyrir örvæntingu íhaldsmanna í Bandaríkjunum út af þessu máli er mjög einföld. Á meðan þetta var bara fræðileg spurning gátu þeir óhikað haldið því fram að giftingar fólks af sama kyni myndu leiða til stjórnleysis og endaloka hins siðaða heims.

    Núna þegar samkynhneigðir fá í raun og veru að giftast er íhaldið í mikilli klemmu. Núna sér fólk að heimurinn mun ekkert farast þó að þessar giftingar fari fram. Guð á ekkert eftir að ljósta Gavin Newsom. Jörðin á ekki eftir að opnast og gleypa San Fransisco (þó að sú borg sé nú skrambi líklegur kandítat í svoleiðis). Það á eftir að lúkka virkilega illa fyrir íhaldsfauskana ef í ljós kemur að þetta allt saman skiptir engu máli…. þ.e. nema fyrir nokkra menn, sem verða e.t.v. aðeins hamingjusamari en þeir voru áður.

    Strumpakveðjur 🙂

  2. Einn mesti misskilningur margra gagnkynhneigðra er að samkynhneigt fólk hafi kosið sjáft kynhneigð sína og haldi af einhverjum ástæðum að bann við slíkt sé lausn.

    Það er vísindaleg staðreynd að kynhneigð ræðst nánast að öllu leyti af hormónaskammta sem fóstur á ca. 8 viku fær. Venjulega fá strákar mikinn skammt af testósteron og stelpur lítinn skammt, en í u.þ.b. 10% tilfella fær strákafóstur of lítinn skammt af testósteron og þá stelpufóstu of mikinn. Í þeim tilfellum er útkoman samkynhneigður einstaklingur.

    Að fordóma einhvern fyrir að vera samkynhneigður er ekkert skárra að fordóma einhvern fyrir að hafa dökka húð eða rautt hár. Að halda öðru fram er þröngsýni af hæstu gráðu – líklegast eina gráðan sem Bush á skilið.

  3. Helsta áhyggjuefnið fyrir íhaldsmenn er (að ég held) að þeir halda að hommar og lesbíur geti snúið okkur hinum. Þeir hræðast að ef að þeir gefi eitthvað eftir í réttindabaráttu samkynhneigðra, þá verði það fyrsta sem hommarnir gera, að ráðast á syni þeirra og dætur og breyta þeim í homma og lesbíur 🙂

    Einn MeFi notandi orðaði þetta vel í umræðunum þar um málið:

    I think this may kind of get to the heart of things. Many conservatives really do believe that gay men spend all their free time thinking of ways to lure young boys into dark alleys to “turn” them gay. This meshes well with their belief that gay people have chosen their lifestyle.

    …Og ég er svo sammála Strumpinum. Það breytir nefnilega ekki neinu fyrir íhaldsmennina, þó þeir banni hommum og lesbíum þetta. Gagnkynhneigð hjón munu EKKI hætta að halda framhjá hvort öðru og hjónaskilnuðum mun alls ekki fækka þó að við bönnum samkynhneigðum að giftast. Það eina, sem þetta gerir er að traðka á réttindum minnihlutahóps og koma í veg fyrir hamingju þeirra.

    Þetta er eiginlega svo vitlaust allt saman að það er hreinlega grátlegt.

  4. Sammála, sammála og sammála og allt það.

    Ég er samt með eina söguskýringu sem ég er að dunda við, hún snýr að hinum týpíska Biblehumper-Repúblikana. Ég held það sé í eðli þessara manna (og er þá aðallega að tala um kk) að vera í stríði. Þetta er eins og einhver góður heimspekingur sagði að það væri nátturulegt ástand mannsins, þ.e.a.s að vera í stríði.

    Allavega, ég held að Biblehömperarnir séu alltaf að leita sér að átillu til að hata og vera í stríði við einhvern. Eftir fall kommúnistagrýlunnar, fylgdu aðrar í kjölfarið sumar sem virðast komnar til að vera, aðrar ekki. Og nú þegar stríðið gegn hryðjuverkum er annað hvort að lognast útaf eða allavega í lægð, þá verða menn að finna sér nýjar grýlur og vindmyllur til að berjast við.

    …jú og svo til að breiða yfir efnahagsvandann, efnahagsvandann og efnahagsvandann.

  5. Ég rakst nú á þessa síðu þegar ég var að leita mér heimilda til þess að notast við í verkefni sem ég er að vinna í opinberri stjórnsýslu þar sem ég ætla að fjalla um réttindi samkynhneygðra. Þetta var nú ekki í fyrsta skipti sem ég sá “vefleiðari Einars” þegar ég nota Goggle.com en ég hef nú ekki verið að hafa mig í það að skoða, enda verð ég að vitna í gildar og góðar heimildir 😉 Með fullri virðingu fyrir því sem´þú ert að setja hingað inn. En þetta er ágætt blogg hjá þér. Það hefði þó hjálpað ef að þú hefðir sett sem neðanmálsgrein linkinn þar sem þú fannst þetta…………

Comments are closed.