Hressandi þynnka

Já, það er fátt meira hressandi en að vakna þunnur klukkan hálf þrjú á sunnudegi. Ég er búinn að afreka nákvæmlega ekki neitt í dag, nema að laga kaffi og borða Frutibix. Ég ætlaði að setja upp gardínur í íbúðinni minni en böndin á þeim eru í flækju og eftir að hafa eytt um 20 mínútum í að reyna að leysa flækjuna gerði ég mér grein fyrir að heilinn minn væri ekki tilbúin í nein stórvirki í dag.

Sem sagt, þá var ég á árshátíð hjá Danól í gær. Hún var haldin í Iðnó og var náttúrulega mjög skemmtileg einsog vanalega. Þegar fólk var farið að dansa við gamla slagara þá ákváðum við af yngstu kynslóðinni hjá fyrirtækinu að skella okkur á Hverfisbarinn. Hvað þar gerðist man ég ekki en það hefur sennilega verið gaman.

Annars komst ég að því að nokkrir starfsmenn fyrirtækisins skoða þessa síðu. Ég komst einnig að því að margir vissu að ég hefði verið með bandarískri stelpu úti í Bandaríkjunum. Þannig að allt sé á hreinu, þá erum við hætt saman.

2 thoughts on “Hressandi þynnka”

  1. Þú varst nú orðin helvíti skrautlegur þegar við fórum inn á Hverfisbarinn í annað skiptið 🙂

    Það var allavega nokkuð erfitt að fá dyraverðina til að hleypa þér inn.

  2. Þú varst nú orðin helvíti skrautlegur þegar við fórum inn á Hverfisbarinn í annað skiptið 🙂

    Það var allavega nokkuð erfitt að fá dyraverðina til að hleypa þér inn.

Comments are closed.