Ingibjörg Sólrún og klámið

Ég ætlaði að skrifa lofpistil um Ingibjörgu Sólrúnu byggðan á frábærum pistil Hallgríms Helga í Fréttablaðinu í morgun. En svo segir hún í þinginu í dag eitthvað á þessa leið um væntanlega gesti á klámráðstefnu:

>Ég spyr þá forsætisráðherra hvort ekki sé þá leið til að koma þeim skilaboðum til þessara aðila að hingað séu þeir ekki velkomnir.

Hvaða kjaftæði er þetta?

Vill Ingibjörg Sólrún að ríkisstjórn landsins taki að sér fyrir hönd þjóðarinnar að láta fólk vita hverjir séu velkomnir til Íslands og hverjir ekki? Þetta upphlaup útaf þessari ráðstefnu er algjörlega fáránlegt og þetta komment hjá Ingibjörgu Sólrúnu er með því vitlausasta sem ég hef heyrt.

Eru semsagt allir sem formanni Samfylkingarinnar þóknast ekki, ekki lengur velkomnir til landsins? Vill hún tilkynna Repúblikönum að þeir séu ekki velkomnir? Hvað með klæðskiptinga? Eða karlrembur? Eða Ísraelar? En fólk sem segir klámbrandara? Eða fólk sem skrifar klámfengnar sögur? Væri Henry Miller til að mynda velkominn til landsins ef hann væri enn á lífi?

Það er greinilegt að frjálslyndið er ekki mikið hjá formanninum.

Annars þá skrifar [Maggi um þessa grein hans Hallgríms](http://magnusmar.blog.is/blog/magnugu/entry/126991). Það er ansi margt til í þeirri grein varðandi fáránlega gagnrýni sem ISG hefur þurft að þola á síðustu mánuðum.

One thought on “Ingibjörg Sólrún og klámið”

Comments are closed.