Lærdómur

Það er alltaf sama sagan, mér gengur alltaf illa að koma mér af stað í lærdómnum á haustin. Ég þarf þó nauðsynlega að læra eitthvað í dag því ég er að fara með fótboltanum í keppnisferð til Bloomington Indiana, þar sem við munum spila við Ball State, University of Indiana og Indiana State. Ferðin niður til Bloomington tekur um 5 tíma og við eigum fyrsta leik klukkan 10 í fyrramálið, þannig að það þýðir að við förum sennilega af stað fyrir klukkan 4 í nótt. Gaman gaman.

Þannig að nú er það bara einn bolli af Starbuck’s espresso og svo að kíkja á stærðfræðina.