Láttu hagfræðina vísa þér veginn

Þessi frétt birtist á vísi.is:

Fleiri stunda kynlíf eftir árásina
Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var af breska fyrirtækinu Erotica, stunda 30% karla og 25% kvenna í Bretlandi meira kynlíf nú heldur en fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Alls tóku 3000 manns þátt í könnuninni.

Alltaf þegar ég les svona speki í fréttum minnist ég þess, sem einn hagfræðikennarinn minn sagði í einhverjum tímanum. Hann sagði að það eina, sem við þyrftum að læra þá önnina væri: correlation does not imply causation.