Lengi lifi kreppan og vinstir grænir!!!

Athyglisverð grein á Múrnum um nýlega skoðanakönnun. Þar segir m.a. í lok greinarinnar:

Gott gengi VG er auðvitað líka að þakka foringja sem þjóðin hefur trú á og er helsti valkosturinn við Davíð Oddsson sem þjóðarleiðtogi hér á landi. En mestu ræður auðvitað að kjósendur eru orðnir þreyttir á einstefnu frjálshyggjunnar og VG er eini flokkurinn sem hefur hafið virka baráttu gegn henni. Þeir sem vilja breyta til vita alveg hvað þeir eiga að kjósa.

Og þeim mun fjölga þegar kreppan skellur á.

Með öðrum orðum, fylgi VG mun aukast því meiri, sem kreppan er á Íslandi.

Mikið hlýtur það nú að vera óþægileg staða fyrir Vinstri Græna. Ætli þeir á Múrnum vonist til að kreppan aukist? Ef ástandið er bara nógu slæmt, þá hlýtur fylgi VG að rjúka uppúr öllu.

Ég man einhvern tímann að einhver stjórnmálaskýrandi var spurður hver hann héldi að yrði forseti Bandaríkjanna árið 2004. Hann sagði að þrátt fyrir að honum væri meinilla við George W Bush, þá vonaðist hann til að Bush yrði endurkjörinn, því að það hlyti að þýða að landinu hefði vegnað vel undir stjórn hans.

Ætli stjórnmálamenn, sem tapa kosningum, vilji innst inni að hagkerfinu gangi illa, bara til að þeir geti komið fjórum árum seinna og sagt: “Þið hefðuð átt að kjósa mig.”?